Ég var með hryllilegan móral í gærkvöldi yfir að hafa ekki mætt í Smáralind , því jú ég ætlaði að mæta og ætla ég að koma með fáranlega lygasögu sem er sönn og væri það gaman ef hinir sem komu ekki geri það sama.
Ok dagurinn byrjaði á því að ég mætti í vinnu kl 05:30 og til að lesa yfir pantanir dagsinns og lauk honum um 14:00, þaðan fór ég í ræktina og fór á hlaupabretti sem ég hef aldrei áður gert, horfði ég nú allann tíman niður og eftir ca 15 min steig ég af pallinum þá var ég með svo mikla sjóriðu og ógleði að ég gat varla klárað æfinguna. Þaðan fór ég til fasteiggnasalans míns og reifst við hann í tvo tíma og ekki lagaðist ógleðin við það , loks þegar því var lokið var kl 18:15 fór ég í mat og myrkur skollið á og bíllinn óþveginn. Langaði mig bara ekkert til að koma með bílinn skítugann, ennþá hálf ringlaður og í drullufúlu skapi veggna einhvers prick á fasteignasölu.
En dauðlangaði samt og mæli með að það verði önnur samkoma í kringum jólinn ef einhver nennir þá.