Jæja, loksins á að dæma í bílprófsmálinu hjá mér. Mér finnst fáránlega af þessu staðið.

Þannig er mál með vexti að ég var tekinn í Öxnadalnum 15. JÚNÍ og þeir eru loksins að dæma í þessu núna, ekki nóg með það að ég er búinn að þurfa að bíða í 6 mánuði eftir dómi heldur þarf ég líka að mæta á AKUREYRI kl 10:15 um morguninn.

Mér finnst þetta út í hött. Ekki ætlast þeir til að ég keyri norður (þar sem ég má það ekki). Það væri betra að hafa þetta næstu helgi því þá gæti ég bara flogið norður á föstudegi, djammað feitt um helgina og mætt fyrir dóm á mánudeginum og flogið svo heim, en ég er að keppa í boxi í Laugardalshöllinni á Laugardaginn þannig að ég get ekki farið þessa helgi.

Ég tala við lögfræðing á morgun og reyni að láta flytja þetta til Keflavíkur (bý þar).
_____________________________________________________