<a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1002607">Þessi grein á mbl.is</a> segir frá ökumanni strætisvagns sem keyrði gegn rauðu ljósi á of miklum hraða og orsakaði árekstur við annan bíl og var dæmdur til greiðslu 80 þús sektar en hélt ökuskirteininu.
Persónulega finnst mér þetta fáranlegt, við hljótum að gera meiri kröfur til manna sem keyra á svo þungu ökutæki, sem þar að auki er yfirleitt fullt af farþegum, en til venjulegra ökumanna. Auðvitað hefði átt að svipta manninn ökuréttindum, ég rétt vona að hann sé ekki að keyra strætisvagna enn í dag.