Ég er búin að leita um allt netið og finn nánast enga tjúnn hluti fyrir MMC 6A12(V6 2.0L) vélina, nema einhverja Ástralska síðu.
Veit einhver um fyrirtæki í Evrópu sem framleiðir hluti í þessar vélar.
Vélin er 150 hö original og það á víst að vera mjög auðvelt að tjúnna hana.
Ég ætlaði að byrja á Complete pústkerfi og K&N síu.
Síðan fer meður kannski í Knastás og fleira seinna, það fylgir því bara svo mikið af allskonar aukadóti t.d. bensíndælu, chip, stillingu á kveikjukerfi o.þ.h.