Ég reyndar gruna MkII GTi bílinn um að vera eitthvað slakt eintak. Hann var óeðlilega þungur, ég kom af MX-5 án vökva að mig minnir en samt var Golfinn massa þungur. Svo þungur að það hamlaði öllum akstri.
Það er snilld að þurfa ekki að hafa vökvastýri í bílnum, en það er engin snilld að sleppa því fyir einhver kíló ef bíllinn verður svo erfiðari í meðhöndlun fyrir vikið.
Ég hef engan áhuga á því að vera að beyta átaki á stýrið á kannski 60km hraða í mjög krappri beygju og fina svo að ég er að missa afturendan. Átakið sem handleggirnir eru að inna af hendi myndi vinna gegn góðum viðbrögðum þegar á þarf að halda.
Daihatsu hræið mitt yrði mun skemmtilegri bíll með vökvastýri, það er hvort eð er enginn ávinningur í tilfinningu eða nákvæmni í hjálparátakslausa stýrinu í honum.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Annars er þessi samanburður á hestum endalaust eins og að bera saman koníak eftir flöskustærðum." - Mal3