Ég, við það að greina að tæpt yrði, hafði andartaki fyrr byrjað að hægja á mér og því komst Eclipse-inn yfir á akreinina. En þar sem ökumaðurinn var ekki kominn aftur með stjórn á bílnum, slædar hann þannig að afturendinn fer upp á kant og bíllinn hoppar duglega. Þegar hér er komið við sögu hefur Corollan einnig hægt duglega á sér og því, þegar blessaður blái Eclipse-inn veður yfir á hægri akrein er enginn þar fyrir.
Þar nær ökumaðurinn loks stjórn á bílnum og, eflaust í mikilli geðshræringu, ákveður að yfirgefa Sæbrautina inn á Skeiðarvog.
Kannast einhver hér við að vera ökumaður Eclipse-ins og ef svo, skemmdist hann eitthvað? (Þú ert ekkert smá heppinn, þetta hefði auðveldlega getað orðið þriggja bíla árekstur og þú í þvílíkum órétti.)<br><br>-<br>Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að:
<li>Vera sammála honum</li>
<li>Vera ósammála honum</li>
<li>Láta sem þú sjáir hann ekki</li>
<li>Fara í fýlu</li
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: