Ég trúi ekki að þér finnist þessi skipting í Accent góð. Þessi Accent sem ég prufaði var með eina lengstu skiptingu sem ég hef prufað. Flestir nýjur framdrifsbílar sem ég hef prufað hafa haft betri skiptingar og ég held að Charadeinn minn slái Accent við í því að skipta snöggt.
Hvað varðar Accent vs. Megane Coupe 2.0 þá ætla ég að hlæja að ökumanni þess franska og klappa rækilega á bakið á þér snifff. Ég hled þetta sanni samt ekkert um bílana. Ef þetta var 1.6 Coupe langar mig til að spyrja hvaða vél er í þínum bíl. Ég man nú ekki hvað var undir húddinu á Accent sem ég prufaði en held það hafi verið 1.5. Ég prufaði 1.6 Megane um daginn og fannst bara þokkalegasti kraftur í honum, sem er ekki sú minning sem Accentinn skildi eftir.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”En það þýðir ekki þar með að þetta séu konubílar og þetta kennir manni að ekki skal dæma bíla af klámmyndum." - stakka