Þetta eru massa góðir og þægilegir bílar. Línu sexan sem er undir húddinu á þessum bílum er ekkert tiltakanlega fljót upp í hundrað með upprunalegum hlutföllum á gírkassa en eftir hundrað eru þessir bílar að virka fínt ! Þetta er mjög þægilegir bílar eins og ég sagði hér að ofan en hann eyðir aldrei minna en 12L á 100. Vinur minn átti svona bíl, hans brenndi pínu olíu og var keyður 186.000km árg 1989. Það er oft hætt við því á þessum árgerðum að stórar bilanir geta komið upp, en það veltur allt á meðferð fyrri eigenda. Þessi sami félgi minn lennti í því að tíma reimin/keðjan fór og viðgerðin með nýjum vetlum og vinnu fór upp í 200,000 kall ! Svo voru einhver ljós farin að loga í mælaborðinu líka. Annars snilldar bílar ! Samt mundi ég fara frekar í að leita mér að góðu eintaki af 525 eða heita þeir 523 á þessu boddýi.