Þótt hann hafi verið á 140, þá er það “einungis” umferðarlagabrot, sama á við ef hann hafi verið á 190, eða jafnvel 390. Það skiptir ekki máli, það er umferðarlagabrot. Það verður ekki viljandi manndráp við ákveðinn hraða yfir hámarkshraða. Hann var semsagt dæmdur fyrir 140 þar sem hámarkshraðinn er 90. Það er nú ekki mikið. Það mundi undir eðlilegum kringumstæðum gefa 3 punkta. Þegar komið er í 4 punkta þá er það flokkað sem ofsaakstur, sem er nokkuð skondið því það þýðir að 61 km hraði í 30 götu er ofsaakstur.
Þegar dæmt er í málum eru notaðar réttarheimildir, ein þeirra er fordæmi sem er oft notað í málum sem þessu. Þá er dæmt í máli og tekið tillit til mála sem eru lík því máli sem dæmt er í. Þannig er fengið samræmi í dómum. Fyrir ca. 2 árum var maður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi þegar hann var að keyra rútu. Einn lést og 10 slösuðust. Hann braut í raun enginn lög og hann var ekki yfir hámarkshraða. Hann var dæmdur í 6 mánaða sviptingu og 30 daga skilorð. Hann þótti hafa ekið ógætilega yfir brú með þeim afleiðingum að rútan rakst utan í brúna.
eks: Hver segir að hann hafi ekki verið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi? Hann var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi eins og öll svona mál. Það eru mörg mál þar sem dæmt er fyrir manndráp af gáleysi og menn fá minni dóma en þetta. Það á oftast við um menn sem hafa hreina sakaskrá, oftast dæmdir fyrir ógætilegan akstur en brutu þannig séð enginn umferðarlög.
Ég mæli með því að þið kynnið ykkur aðeins um málin áður en þið komið með sleggjudóma.
Í málum af þessu tagi, það er umferðarlagabrot þar viðkomandi er dæmdur fyrir manndráp af gáleysi, er ekki algengt að lögin séu brotin eins mikið eins og í báðum þessum málum.