Bónið er fast á....
Einn aulavinur minn ætlaði að vera almennilegur við mig í gær og bónaði bílinn minn fyrir mig, eða bar bónið á hann. Hann notaði gamla góða Mjallarbónið og andstætt leiðbeiningum bar hann á allan bílinn og ætlaði svo að þurrka bónið af. En Mjallarbónið er svo leiðinlegt og nú næst almennilega ekki af bílnum. Ég er búinn að bera Sonax á bílinn og þurrka af en það nær ekki Mjallarbóninu af. Bíllinn er hræðilega ljótur núna, allur svona hvítflekkóttur. Veit einhver hvað ég get gert?