Mér líst mjög vel á 205 GTi, þetta er nú minn uppáhalds hot hatch og er ég mjög hrifinn af þannig græjum.
Ef þetta er bíllinn sem þig langar í segi ég go for it! En ég myndi setja mér budget og skoða markaðinn hér heima vel. Athugaðu hvort þú færð ekki bíl sem er óbreyttur hér heima sem þarf eingöngu litla yfirborðsvinnu til að verða toppgræja og finndu út verð á þannig dæmi áður en þú fastræður innflutning.
Eins og ég sé málið myndi ég setja mér budget upp á ca. 500þ. og helst minna til að ná inn góðu eintaki af 205 GTi 1.9. Sama hvað ég er hrifinn af honum á ég erfitt með að réttlæta meiri peningaeyðslu í svona nema ég eigi þeim mun meiri seðla.
Hefurðu skoðað aðra valmöguleika? T.d. Toyta MR2 1. gen. frá Þýskalandi, USA eða Kanada? Skemmtilegir bílar, mjög fágætir hér heima og níðsterkir vil ég halda. Pug 205 verður seint kallaður sterkur bíll… Það eru ýmsir möguleikar, gallinn er bara að í Þýskalandi eru innfluttir bílar dýrir og takmarkað úrval af þannig. Prufaðu bara að skoða nýrri franska hot hatches…
Ef þú ferð að eyða langleiðinni í 700þ. í 205 GTi sem er a.m.k. 10 ára, ímyndaðu þér hve langt þessir peningar ganga upp í mun veglegri bíl (ekki endilega betri eða skemmtilegri, það er smekksatriði!). Þú gætir fengið VW Corrado VR6 á undir milljón (sem mér finnst dýrt), Porsche 944 S2 á rétt yfir milljón (sem mér finnst ekki dýrt) og Ford Puma 1.7 á rétt rúma milljón, kannski undir ef þú ert duglegur (sem mér finnst ok).
Puma vs. 205? Erfitt val, mig dauðlangar í báða, en ímyndaðu þér öryggið við að eiga nýrri bílinn og aksturseiginleikar eru örugglega engu síðri í Puma.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”En það þýðir ekki þar með að þetta séu konubílar og þetta kennir manni að ekki skal dæma bíla af klámmyndum." - stakka