Tryggingafélög eru leiðinleg fyrirbæri. Maður borgar rándýrar tryggingar á ári, en í hvert skipti sem maður þarf eitthvað á tryggingafélaginu að halda eru þau með leiðindi. Ég hef átt bíl í 8 ár síðan ég var 17 ára, alltaf á mínu nafni. Altaf verið með mína bíla í Kaskó hjá VÍS og er með allar mínar tryggingar þar og hef alltaf verið. Aldrei lent í neinu tjóni fyrr en fyrir nokkrum vikum, þegar kall keyrði hressilega inní hliðina á mér. Bíllinn sem ég á, Mazda 626 2,2 árgerð 1994 sem er ekin aðeins 62.000 km. er mjög mikið skemmd og það verður ekki gert við hann. Svo fæ ég það frá tryggingunum að þeir vilji borga ákveðna upphæð fyrir bílinn sem ég get ekki sætt mig við. Þeir hjá VÍS hringdu í 2 bílasölur og fengu þannig markaðsvirði bílsins. Ég er ekkert voðalega frekur, en ég vil fá 85.000 krónum meira fyrir bílinn sem ég tel vera “rétt” verð.
Kallinn hjá VÍS sagði að ef ég gæti fengið einhverja staðfestingu á þessu verði gætu þeir endurskoðað verðið. Ég fer á 2 bílasölur og tala við Mözdu-umboðið og fæ skriflega staðfestingu á verðinu. Svo kem ég í VÍS og tala við sama gaukinn, sem verður reiður og segir að það sé ekki hægt að verðmeta bíla án þess að viðkomandi geti skoðað bílinn. (hann gerði það samt, hringdi og fékk lauslega áætlað verð)
Mér finnst þetta svo pirrandi, ég er ekki að fara fram á mikið og ég kem bara til með að tapa á þessu. Fyrsta skiptið sem ég þarf á tryggingum að halda. Fyrsta sem ég geri eftir að ég fæ bílinn borgaðan út, er að skipta um tryggingafélag.
<br><br>“Á aðfangadagskvöld, þegar ljósið skin svo skært
settist maður einn við borð og hjarta hans sló tært
það er grátleg saga, úrið lentí hans maga
hvað er klukkan Birgir?,
spyr þjóðin og syrgir”