Ég hef smá reynslu af Clio.
Hef unnið á svoleiðis bíl.
Bæði ´92 með 1.2 vél - man ekki hp
Sá bíll var helvíti seigur, mælirinn sýndi 950þús km - veit ekki hvað var mikið til í því, og 5 gírinn var farinn og bílinn brendi olíu hraðar enn bensíni og var marg klesstur enn alltaf fór hann í gang og rauk af stað og ekkert bögg með það, ekkert bilerí eða neitt slíkt svoleiðis, þar sem þetta var algjör vinnubíll og allir hálvitar í fyrirtækinu fengu að nauðga honum þá þotti mér hann standa sig helvíti vel.
Svo var ég eitt sinn með glænýjann Clio ´98 með 1.4 vél - minnir 75 hp og var hann mjög góður vægast sagt, fílaði þann bíll vel.
Allavega var ég ákveðinn í því að ef ég væri að kaupa svona bíl í þessum stæðarflokki þá átti clio-inn vinninginn
Þessi bíll var mjög sprækur og skemmtilegur á allann hátt, vel búinn rafmagn í rúðum og stillingar fyrir útvarp í stýri og fl. svoleiðis. Og þokkalegir hátalarar. Bílinn var mjög sprækur og skemmtilegur að keyra. Þó maður yrði aðeins að venjast gírskiptingu og stýri. Ég var virkilega að prófa þennann bíl og ók honum mikið bæði innannbæjar og fór aðeins út fyrir bæinn og enginn sparnaðarakstur í gangi eða neitt slíkt og hann eyddi 6,2 lítrum á 100 sem ég var mjög ánægður með.
Þetta er sparneitasti bíll miðað við stærð og vélarstærð sem ég hef prófað og var einn virkilega skemmtilegur bíll.
Aðrir bílar sem ég hef prófað í svipuðum stærðarflokki eru t.d. Opel Corsa 1,4 hann var með í kringum 7,2 lítra. Toyota Yaris 1.3 var með langt í 8 lítra. Nissan Micra 1.3, mjög sprækur enn ljótur bíll með rétt yfir 7 lítra, Suzuki swift 1,3 mjög sprækur enn var yfir 8 lítra hjá með stundum.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað eða einhverjum öðrum.
Kveðja
Svessi