Ha, djöfull er enginn að gefa honum neinar upplýsingar sem hann getur notað.
Það er frekar erfitt að komast upp í 200hp á þessum bíl en engan veginn óyfirstíganlegt( þó svo að kostnaðurinn sé það) en það sem að ég myndi ráðleggja þér er að kaupa þér 4A-GE 20Valve vél úr Toyota Levin. Hún smellpassar í húddið og þetta ætti að vera frekar auðveld vélarskipting. Vandamálið er hinsvegar að þeð er soldið erfitt að fá þessa vél hérna á klakanum en www.fensport.com ætti að geta reddað þér einu stykki.
Með þessari vél sem að er 160hp standard og 1600cc þá ættirðu að geta komið henni upp í 200hp en ég myndi ekki ráðleggja þér að reyna það.
Ef að þú villt endilega fá +200hp þá er best fyrir þig að fá þér sömu vél og WRC Corollan notar sem er 3S-GTE(úr GT4 Celicunum, 6th Gen) sem skilar 245hp standard. Það er hinsvegar virkilega erfitt að koma henni fyrir í corollunni en hún passar samt.
Ef að þú ert að spá í að nota vélina sem er í bílnum nú þegar þá geturðu gleymt því! Vélin( sem að ég býst við að sé 7A-FE) er ekki performance vél og það væri heimskulegt að reyna að ná 200hp út úr henni.
En segjum að þú sért komin með 200hp vél í húddið. Þá þarftu líka að skipta um gírkassa, bremsur, fjöðrun, bensíndælu. olíudælu, kælikerfi, ECU, helst breyta í rwd, kúplingu og margt fleira. Þetta myndi líklega kosta allt í allt um cirka 700þ. ef að þú gerir nær alla vinnuna sjálfur.
In conclusion: kauptu þér betri bíl eða sættu þig við það sem þú hefur.
Fenix <br><br>Speed kills, so live longer and drive a Honda!
“If everything seems under control, you're just not going fast enough.”