Dodge Superbee Jæja, nú er tími til komin að Snikkarinn skrifi grein.
Eins og titillinn gefur til kynna ætla ég að minnast
Dodge Superbee.
Ég hef alltaf verið mikill Mopar aðdáandi þar sem pabbi átti nokkra góða svoleiðis og Superbee hefur alltaf heillað mig.
Árið 1968 var Dodge Superbee settur á markað vegna mikillar velgengni Plymouth Roadrunner. Hann var byggður á undirvagni Coronet þangað til ´71, sem gaf örlítið mýkri aksturseiginleika heldur en Roadrunner-inn, sem var í stífari kanntinum.
Superbee-inn var aðeins framleiddur frá árinu 1968 til 1971. Gunnvélin í ´68 og ´69 bínunum var 383 með 4 hólfa blöndung og hin fræga 426 Hemi (425 hö á 5000 rpm og 490 Pundfet á 4000 rpm, þjöppun 10.25:1) var valmöguleiki og þurftu menn að borga extra 720 dollara fyrir, sem var mikill peningur þá. Auðvelt er að tjúnna Hemi-inn í 800 hö og geta menn farið nokkuð auðveldlega í 1100 hö(Pabbi átti eina slíka), einnig er til Alkahól Hemi 500 véla með reimdrifnum keflablásara sem skila um.þ.b. 2000 hö.
Árg. ´69 voru grill og afturljós endurhönnuð en sömu vélar voru í boði.
Í kjölfar þess að Mopar gekk vel með “Vöðva” bílana sína ákváðu þeir að hanna götu-maskínurnar sínar (SuperBee og RoadRunner) með ½ tommu “lift-off” húddi. Þetta voru flottir bílar, lausir við allan ónauðsynlegan aukabúnað sem annars þyngi bara bílinn. Til að sigra framleiðendaslaginn, þurftu þeir vél sem var bæði ódýr í kaupum og rekstri, 440 sixpack með vökvaundirlyftum var svarið. Þær voru skiluðu 390 hö og 490 pundfetum í torki, hestöflin voru ekki eins og í Hemi-inum, en torkið klikkaði ekki. Gírunin var 4.10 og það segir hvað þessum bílum var ætlað.
Árg. ´70 hélt sömu vélum og frá árinu áður en spurningin var hinsvegar sú í hvað menn ætluðu sér að nota bílinn. Allir 4 gíra bílar komu með Dana 60 hásingu eins og árg.´69 ½, en menn höfðu 2 möguleika. Trakpack 3.54 í cruise-ið eða Supertrakpack 4.10 í Spyrnuna.Útlitsbreytingar voru miklar en aðalbreytingin var hið tvöfalda grill, sem menn annaðhvort elska eða hata.
Árið 1971 var lokaár Dodge SuperBee. Bílarnir héldu öllum sömu valmöguleikum frá ´70 en í allt öðruvísi boddíi (sem svipaði til kókflösku) þar sem undirvagnin var byggður á Dodge Charger. Þetta var skemmtilegur endur á annars sérstæðum og mjög skemmtilegum bíl.

Vonandi hafa einhverjir gaman af þessu.
Eiríkur Kjartansson.

P.S. GETRAUN.
Hver verður útkoman: Gamall kall með hatt + 426 Superbee ?
he he he :)