Dömur mínar og herrar, ég kynni Mitsubishi 3000gt.
Bíllinn sem um ræðir spratt upp eftir að MMC hafði reynt að svara nissan með Z bílana sína á 9 áratugnum með MMC starion, sem vægast sagt var gallagripur, reyndar afturhjóladrifin en þó ekki með neitt sem kalla mætti höndlun og kraft.
Árið 1990 tók MMC þá ákörðun að gera ekki sömu mistökin aftur og hófu að hanna nýjan bíl, nýja hugmynd, hugmynd um kraftmikinn og öruggan sportbíl. Eftir mikið strit og mikla markaðsvinnu var kominn á borðið bíll sem átti að uppfylla þær kröfur.
MMC vildi gera bíl sem hægt var að fá í mörgum útgáfum og kostaði ekki meira en 17 000$, þetta tókst þeim með frammhjóladrifnu útgáfunni ad 3000gt eða SL bílinn. Þetta fóru þeir hjá Chrysler fram á til að hægt væri að markaðsetja hann betur í USA, en bíllin kom líka út undir merkinu Dodge stealth, nákvæmlega sami bíllinn og meira segja líka framleiddur í Japan.
En jæja nú var komið að því sem MMC stefndi að allan tíman, VR4 útgáfu bílsins (einnig kallaður GTO í japan og UK), hann var fjórhjóla drifinn með öllum þeim tæknibúnaði sem hægt var að troða í hann á þessum tíma, einsog stillanlegir spoilerar og fjórhjóla stýring.
Og ekki voru tölurnar af verri endanum
V6 Twin Turbo
fjöltölvustýrð innspíting
300hö við 6000rpm
427nm við 2500rpm!!
5 gíra Getrag kassi
4x4 drif
læsingar að framan og aftan (limited slip differential)
Einnig eru er hann útbúinn: ABS, dekk: 245/45/17 og sjálfstæðri stillanlegri fjöðrun.
Höndlun þessa bíls hefur þótt með afbrigðum góð og líkja margir tilfinningunni við að það sé eins og bíllin sé á teinum, þó svo að 255km/h sé náð, en það er hámarkshraði bílsins
Ekki hafa verið gerðar neinar miklar breytingar á bílnum frá 1990 til dagsins í dag nema að boostið var aukið á orginal bílnum svo að hann framleiddi 320hö í stað 300 og í hann kom 6 gíra Getrag kassi, þó segja margir að 5 gíra kassin sé betri. Væntanlega á 3000gt ekki mikið eftir og mun að öllum líkindum leggjast undir græna torfu áður en langt um líður ásamt bílum eins og Suprunni.
Heimildir: Japanese Supercars og ég :)