Nýr BMW Z4. Ég vildi bara henda inn smá molum um nýja Z4 bílinn.

Þetta er fyrsti bíll BMW byggður á svokallaðir “flame Surfacing” hönnun og það er alveg ljóst að það verða skiptar skoðanir um þennan bíl.
Það verður þó hiklaust að viðurkennast að við erum að sjá nýja hönnun hér sem er nokkuð athyglisverð en hún er að sameina slétta flata fleti (ansi óþjált;)við ávöl form, margir hrífast af logandi eldi… það er líka hægt að hrífast af formum þessa bíls.

Ef maður skoðar hann mjög vel þá sér maður betur hvað er átt við, maður sér mjög skýrt hvernig brettin eru flöt en samt með ávölum línum í brúnum og bíllinn raðast saman úr nokkrum “logum” ef svo mætti segja. Hann samsvarar sér líka mjög vel hlutfallslega og mun betur en forverinn.

Það má náttúrulega líka minnast á það að bíllinn er hefðbundnari að innan en utan en innréttingin er samt í ákveðinni þróun til samræmis við boddíið og ekki býst maður við öðru en að þessi bíll sé nær fullkominn vinnuvistfræðilega séð.

Þessi bíll verður frekar léttur miðað við aðra bíla í sama flokki eða um 1400 kíló og talsvert er notað af áli í bílinn og það líka í yfirbyggingu.

Almennt séð kemur þessi bíll mér á óvart, ég á samt sem áður ekki von á að þessi bíll nái eins mikilli hylli og forverinn þar sem hann er sérstaklega klisjulegur og gekk það vel í Ameríkufólkið þar sem bíllin seldist ávallt sérstaklega vel.

Þessi bíll gæti náð meiri fótfestu á evrópumarkað en í USA en það gæti valdið minnkandi sölu en þarf ekki endilega að vera neitt verra fyrir BMW.

Vélarnar verða 192 hestöfl og 231 hestöfl til að byrja með og það auðvitað línu sexur eins og oftast. Bíllinn hlýtur því að verað talsvert mikið dýrari en forverinn þar sem sá bíll var framan af seldur í mestu magni með 4 strokka vél sem að mínu áliti hentaði þessum búlevard krúser bara fínt!

Það væri gaman að fá álit ykkar á “flame surfacing” hönnun BMW.