ZIPZAPS - fjarstýrðir vasabílar!!! Jæja loksins er komið eitthvað tengt Fast and the Furious með einhverju viti í. Á markað í Japan og Bandaríkjunum eru komnir fjarstýrðir smábílar sem eru svo litlir að þeir passa í vasann hjá manni. Þetta eru ansi sniðug tæki með ágætri 6 rása fjarstýringu.

Þetta eru pínulitlir bílar með nokkuð eðlilegum boddíum og ná allt að 366 kmh hraða (í hlutföllum auðvitað), hægt er að hlaða bílana á einni mínútu og hleðslan dugir í 8-20 mínútur, ekki slæmt og nokkuð ljóst að jólagjöfin fyrir mig í ár er fundin!

Bílarnir eru mjög ódýrir eða frá 20 dollurum, það er nú þó ekki öll sagan því þessa bíla er hægt að þróa nær endalaust og mikið er til af aukahlutum. Til dæmis er hægt að fá Fast and the Furious kit sem að gerir bílinn að ekta F&F bíl með meiri hámarkshraða stífari fjöðrun og með betri dekkjum.

Það er reyndar ástæða til að tíunda breytingarnar sem hægt er að gera á þessum bílum.

Það er hægt að stilla fjöðrunina talsvert, annaðhvort með meiri áherslu á “höndlun” eða háhraða stöðugleika.

Það er hægt að stilla gírhlutföll með tilliti til meiri næmni á minni hraða eða bara snarótt kvikindi sem nær 366 kmh hámarkshraða.

Það er hægt að kaupa fjóra mismunandi vélar í bílana sem snúast allt frá sirka 10 þúsund snúningum í 23 snúninga, allar með sinn karakter.

Það er hægt að stífa boddíið af með “strut bar” og setja á það spoilera og álíka hluti.

Það eru nokkrar gerðir af felgum og nokkrar gerðir af dekkjum, svo sem offroad, racing og normal svo eitthvað sé nefnt.

Það eru tvær tíðnir til að menn geti nú keppt við hvorn annan.

Það er hægt að kaupa sérstaka braut til að keyra bílana á og er mjög sniðugt að taka bílabrautar conseptið skrefi lengra þar sem bílarnir eru náttúrulega lausir á brautinni og hægt er að bjóða uppá þetta vegna þess hve litlir bílarnir eru.

Radio Shack mun selja þetta í bandaríkjunum og varla líður á löngu þar til þetta býðst hér heima.

Það er ljóst að hægt er að eyða hóflegri summu í að leika sér með þetta. Þetta gæti að einhverju leiti gert gamlann draum minn að veruleika sem er að hér verði pöbb fyrir bílaunnendur þar sem hægt er að setjast niður með öllara og taka þátt í kappakstri á stórri bílabraut, slíkir klúbbar eða pöbbar eru algengir í Bretlandi og stemningin örugglega góð á svona stöðum þegar maður hittir sína líka.

Hér er svo vefslóðin á heimasíðuna fyrir bílana.

http://www.zipzaps.com/default.asp