Jæja, það eru komnar niðurstöður úr dekkjakönnuninni og þar sem þáttaka var vel yfir 100 manns þá er þetta nú ágætlega marktækt er það ekki ;)
Það sem kemur mest á óvart er að 10% ætla að aka á sumardekkjum! Ég furða mig á því þar sem ég hefði haldið að allir myndu skipta yfir á “vetrardekk” þegar tíminn kæmi. Ég vona bara að þessir ökumenn taki strætó meðan ekki er autt á götunum.
Það kom mér líka á óvart að sjá að 44% ætluðu að aka á nagladekkjum. Ég var fyrirfram búin að gera ráð fyrir því að þetta hlutfall væri hærra. Nú veit ég ekki hvort það skiptir máli að stór hluti hugara á þessari síðu er meðvitað bíladellulið og því kannski fljótara að tileinka sér nýjungar eins og harðkorna og loftbóludekk. En ég verð að segja að þetta finnst mér mjög jákvæð þróun.
Það er ekki svon langt síðan að 90% ökumanna óku á nagladekkjum allan veturinn. Það er samt þannig ef við gefum okkur að þetta hlutfall sé komið niður fyrir 50% að þessi 50% ökumanna eru mjög fyrirferðarmikil í umferðinni. Í umferð sem samanstendur af tíu bílum á Kringlumýrarbrautinni þá eru semsagt helmingurinn bílar með nagladekkjum… þetta þýðir náttúrulega að hljóðmengun og rykmengun sem fylgir þessum dekkjum er ennþá viðloðandi umferðina alveg sama hvar maður eru á ferð, og alveg sama hvenær.
Það er annað merkilegt við þessar hávísindalegu niðurstöður, af þeim 34% sem aka á öðrum vetrardekkjum en nelgdum eru meira en helmingurinn á hefðbundnum vetrardekkjum, þar á meðal ég.
Nú hef ég tröllatrú á góðum og vönduðum vetrardekkjum sem hafa alltaf reynst mér sérstaklega vel. En ég hefði samt haldið að fólk myndi prófa í meira mæli harðkornadekk eða loftbóludekk. Það kemur ekki á óvart að fleiri aki á harðkornadekkjum þar sem þau eru sóluð og því ódýrari en loftbóludekk. En það er samt sem áður ljóst að sú tegund hefur náð að festa sig vel í sessi á mjög skömmum tíma, eða eiginlega á tveimur árum.
Við eigum eftir að sjá frekari aukningu á notkun á þessum hjólbörðum þarnæsta vetur. það gæti meira að segja farið svo að hlutfall þeirra sem ekur á nelgdum dekkjum verði komið niður í 30% innan 5 ára. Þá fyrst verður umferðarniðurinn og rykmengunin farin að minnka eitthvað.
Það má líka benda á það að finnskar rannsóknir (það ætti að vera hægt að treysta þeim í þessum efnum þar sem færð er svipuð og þeir leyfa nelgd dekk líka) hafa sýnt fram á að dekkja slit er verulega minna á vegum sem ekki eru slitnir eftir nagladekk. Með því að draga úr nagladekkja notkun væru hjólbarðar allra landsmanna að endast “verulega” lengur, í mínum huga erum við að tala um 20% betri endingu (ágiskun).
Hérna eru nokkrir punktar úr finnskri könnun.
Blizzak gefa besta gripið en duga bara 26 þúsund kílómetra.
Besta “handling” gáfu Continental og Hakkapeliitta Q frá Nokia (duh). Og ekki nóg með það heldur duga þau yfir 100 þúsund kílómetra. Handling felst í því hve fyrirsjáanlegt gripið er í dekkjunum, þú veist þegar dekkin byrja að missa gripið á meðan Blizzak með mesta gripið missir það snögglega og því með meiri drama.
Í nýjum dekkjum sigruðu Blizzak, í notuðum dekkjum sigruðu Nokia en Continental var mjög nálægt.
Ein niðurstaðan er líka sú að nelgd dekk skila einungis betra gripi í glerhálku. Vetrardekk eru betri í snjó, slabbi og auðu.
Á hvernig dekkjum ætlar þú að aka á í vetur?
Sumardekkum: 10%
Harðkornadekkjum: 9%
Loftbóludekkjum: 7%
Nagladekkjum: 44%
Heilsársdekkjum: 11%
Vetrardekkjum: 18%