það að hafa stjórn á hverjir hafa og hverjir hafa ekki ökuskírteini hefur allt með hlutföll og peninga að gera.
það kostar ákveðið að senda alla ökumenn sem falla í ákveðið mengi í verklegt próf. eðlilega er þetta eitthvað sem allir vilja að gerist því mögulega er hægt að bjarga mannslífum með þessum prófum, en það sem er gott og rétt er bara ekki alltaf það sem gerist. peningarnir vaxa ekki á trjám og þar af leiðandi eru reglur sem gilda um alla eitthvað sem verður að duga.
T.D. gamalt fólk er, eðlilega, að MEÐALTALI með slakari viðbrögð en yngra fólk, þar af leiðandi er eðlilegt að setja þessa reglu að eftir aldursmörking X þá missir fólk skírteinið. fólk á eftir að vera á móti þessu, en umferðin mun batna. þetta mun hins vegar aldrei gerast, því að alþingismenn eru margir hverjir að nálgast þau mörk sem mætti teljast eðlileg :) . og þeir sem kjósa þurfa víst (því það er nú það sem skiptir mestu máli) að halda í atkvæðin sín og gamalt fólk kýs ennþá, jafnvel þó það hafi ekki bílpróf.
það að segja að 17 ára unglingur sé (að meðaltali) hættulegri ökumaður en 65 ára gamalmenni er frekar slök rök. það eru ALLIR einhvern tíman 17 ára sem þýðir lítil reynsla (sem kemur með tímanum) og óþroski (sem kemur með tímanum). 17 ára ökumenn þurfa að vera til því þeir verða þessir GÓÐU ökumenn seinna meir. en 65 ára gamalmenni verður aldrei neitt betri ökumaður, einungis hættulegri bæði sér og öðrum.
gamalmenni aka að jöfnu hægar, og nú til dags þegar fólki finnst tími skipta meira máli og allir vilja allt hratt. þá eru svona tappar í umferðinni ekki endilega slysvaldar beint, en þeir búa til stress og pirring sem getur valdið slysum annars staðar. þau aka líka með minna öryggi því þau eru meginhluta af sinni umferðaræfi búin að keyra á minni hraða við minni umferð, nú eru breyttir tímar og ekkert eðlilegra að kröfur séu meiri en áður.
mín lausn = hækka aldur fyrir bílpróf úr 17 í 20 og klippa á það við 70, þar að auki taka verklegt próf við 55, 60 og 65 ára aldur og á þá ekkert að vera að dæma þau próf með vettlingatökum heldur hart enda viljum við ekki hættulegt fólk í umferðinni.
síðan auka, bæta og lækka verð á almenningsferðamáta s.s. strætó og leigubíla.