Sælir enn á ný bílaáhugamenn !!
Þar sem að mér fannst þetta orðið frekar langt svar við greininn hjá bebecar þá ákvað ég bara að senda þetta inn sem grein.
Þar sem að ég lofaði að grafa upp e-ar upplýsingar á netinu um E 500 bílinn þá fór ég í gegn um bókasafnið og viti menn.. ég fann allt sem að ég hafði prentað út af netinu þegar að við keyptum bílinn. En til allrar óhamingju þá virkar ekki einn einasti af þessum linkum í dag þ.a. ég læt nægja að skrifa smá úrdrátt um bílinn úr e-um af þessum greinum sem að ég er með.Vonandi að þið hafið gaman af :)
Fjögurra dyra Porscheinn….
Ef að e-ir Porsche áhugamenn eru að lesa þetta þá gætu þeir munað eftir bíl sem að Porsche byrjaði að hanna upp úr 1990 og kallaðist á teikniborðinu 989. 989 týpan var byggð á lengdri 911 grind og var fjögurra dyra með V8 vél í skottinu. Þetta project var lagt til hliðar á endanum en margir íhlutir sem höfðu verið hannaðir í 989 bílinn voru teknir í notkun á 996 týpunni og eru enn notaðir í dag í 911 týpunni frá 1999.
1990 ákvað Benz að byrja að framleiða “high performance” útgáfu af sínum vinsælasta bíl á þessum tíma þ.e.a.s. E 300 bílnum sem að kom fyrst fram á sjónarsviðið 1986. Porsche var ráðið til að sjá um að hanna breytingar á bílnum til að koma honum úr E 300 upp í það sem að við sjáum í dag í E 500 bílnum. Hins vegar þá þurfti að breyta honum svo mikið að Benz átti erfitt með að framleiða hann í verksmiðju sinni í Sindelfingen. Þessir erfiðleikar komu aðallega fram í breytingum á gólfinu og vélarhúsinu í honum og einnig í ytra byrðinu sem að gerir þennan bíl svo sérstakan í útliti. Þ.a. Benz fékk Porsche til að taka að sér hluta af samsetningunni í verksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Samningurinn hljóðaði upp á að smíðaðir yrðu 2400 bílar á ári.
Á tímabilinu sem að þessi bíll var byggður, 1992-1994, var Porsche verksmiðjan rekin með “gamla laginu” þ.e.a.s. að lítið var um róbóta sem að sáu um samsetningu á bílnum heldur var megnið af vinunni unnin í höndunum. Þetta er einmitt það sem að margir telja að skilji þennan Benz frá öðrum því að engin önnur týpa af Benz frá þessum tíma hefur fengið slíka ummönnun í samsetningu og gæðaeftirliti.
Porsche hannaði vélarhúsið alveg upp á nýtt til að koma fyrir 5 L. V8 vélinni úr SL 500 bílnum. Einnig var rafgeymirinn fluttur aftur í skott til að ná 50:50 jafnvægi í bílinn miðað við að í honum væru tveir fullorðnir og 80 kg. af farangri. Íhlutir úr SL 500 bílnum eins og fjöðrunarkerfi var endurhannað af Porsche til að bæta upp fyrir þyngdarmismun á SL 500 og E 500. E 500 bílinn er rúmlega 3 cm. lægri en E 300 bíllinn vegna styttri og stífari gorma og einnig eru í honum sjálfstillandi gasdemparar sem að tryggja að bíllinn er alltaf “level” á veginum. 30,2 cm. loftkældir bremsudiskar eru að framan, fengnir úr CE 300 og að aftan eru 28 cm. loftkældir diskar úr SL 500. Breiðari dekk og breytt fjöðrunakerfi gerðu bílinn 4 cm. breiðari sem að Porsche hannaði svo ný bretti fyrir til að hæfa stækkuninni.
Vélin er sú sama 5 L. V8 og er í SL 500 bílnum en í E 500 var sett Bosch innspýting (meðan að í SL 500 er KE Jetronic innspýting) og loftinntakið var einnig endurhannað og því gaf vélin extra tog upp á 30 Newton\meter og er því togið í vélinni 480 N\m við 3500 snúninga.
Einn galli er á bílnum að mínu mati og er hann sá að bíllinn er með ASR spólvörn og er ekki hægt að taka hana af (Benz setti síðar takka til að aftengja ASR 1995) og einnig voru allir gírkassar frá Benz hannaðir þannig að þeir tóku af stað í öðrum gír. Hinsvegar er hægt að “plata” skiptinguna með því að gíra niður í fyrsta og læsa afturdrifinu og svo aftur upp í D og taka þannig af stað. Þetta trikk gefur gífurlegt kikk og er ekki mælt með því að þetta sé reynt á blautu malbiki :) (Hef persónulega slæma reynslu af því þar sem að bíllinn er hrikalega öflugur)
Helstu keppinautar E 500 bílsins á þessum tíma voru BMW M5 og Audi S4. Ekki má rugla S4 bílnum við 2000 árgerðina sem að er “high performance” útgáfa af A4 heldur var þessi S4 “high performance” útgáfa af 100/200 bílnum sem að heitir í dag A6. M5 bíllinn er án vafa meiri “spyrnugræja” þar sem að ekki var boðið upp á annað en beinskiptingu í honum og hann var með mjög öfluga 6 cyl. línuvél. S4 bíllin var hinsvegar fjórhjóladrifinn og höfðaði því til annars markhóps. En E 500 bíllin var kallaður “ The king of the Autobahn ” með sína torkmiklu V8 vél og lágt yfirbragð. Hann hefur t.d. ekki þennan kraft á kíló sem að M5 hefur heldur hefur hann frekar meiri mýkt og átakslausan kraft sem að nýtur sín best á hinum löngu “Autoböhnum” í Þýskalandi.
1992-1994 útgáfan af E 500 bílnum er frekar einstök þar sem að enginn annar bíll frá Benz hefur fengið álíka meðhöndlun frá tveimur af þekktari bílaframleiðendum heims. Hann er einnig sérstakur fyrir þær sakir að hann er að utan mjög líkur E 300 bílnum og því hafa margir líkt honum við úlf í sauðagæru :)
Þetta með úlfinn þekki ég persónulega þar sem að ég hef nú einu sinni eða tvisvar spyrnt þessum bíl á götum borgarinnar og það er fátt eins gaman og að lenda á rauðu ljósi við hliðana á e-um GTI töffara sem að að hlær að bílstólnum í aftursætinu og skilja hann svo eftir í rykinu. :)
Hef meðal annars spyrnt við BMW 750i V12 og þegar að ég sló af í 170 þá var ég c.a. bíllengd á undan honum. :)
Vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessum lestri og vonandi sjáumst við á götunum.
kv. ago