Sæl öll.
Nú eru fagrir haustdagar og tími til kominn að skipta yfir í léttara hjal.
Ég var að þvælast á sjávarútvegssýningunni á föstudaginn og á leiðinni inn sá ég hreint alveg stórmerkilegan bíl. Hann var merkilgur fyrir mér aðallega fyrir tvær sakir. Ég vissi ekki að hann væri til og I WANT ONE!
Ekki nóg með það heldur var bíllinn að aka burt af bílastæðinu og ég gat skoðað hann á nálægð og fékk tækifæri á að sannreyna að þetta væri ekki bara bíll með AMG merkingum á.
Vélarhlóðið í þessu tæki var ótrúlegt og hann urraði hreinlega í hægagangi. Ég varð því eðlilega mjög forvitinn um þetta tæki og ákvað að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að kynna mér nánar.
Bíllinn var með sama lúkki og E500 bíllinn sem ég hef nú lengi verið veikur fyrir. Þeir sem til þekkja vita að sá bíll er 326 hestöfl og sennilega besti átóban krúser sýns tíma, sérstaklega vegna þess hve þægilegur og hljóðlátur hann er umfram M5 sem er frekar hávær á 250 vegna þess hve vélin urrar í honum.
Þessi E60 var því með breiðari brettunum og með sérstaka kastar sem hinir hefðbundnu W124 bílar eru ekki með.
Ég sá því miður ekki hvort bíllinn var sjálfskiptur eða ég er nær viss um að hann var sjálfskiptur vegna þess að ég sá hvernig eigandinn hreyfði hann á bílastæðinu.
Ég fór á netið og ætlaði mér að ná í nánari upplýsingar um þennan bíl en það er nú hægara sagt en gert. Allt sem ég finn um þessa bíla er á rússnesku (makes you wonder).
Allavega er hér það sem ég komst að.
Bíllinn er með 6 lítra V8 vél og 382 hestöfl við 5500 snúninga á mínútu. Hann togar hvorki meira né minna en 580 NM við 3750 snúninga á mínútu!!!
Bíllinn er byggður á E420 og breytt af AMG þannig að þetta er ekta AMG bíll og voru þeir smíðaðir frá 1993 til 1995 eftir því sem ég kemst næst. Bremsurnar eru af SL600 bílnum og ættu að duga þessu tæki nokkuð vel.
Hámarkshraði fæst ekki gefinn upp en ég skal veðja á að hann er mjög nálægt 300 kmh en hröðun er beinlínis ógnvænleg fyrir bíl í þessum stærðarflokki sérstaklega með tilliti til þess að AMG eru yfirleitt nokkuð hógværir í þeim efnum. Hröðun frá 0-100 kmh er 5.1 sekúnda!
Það er hinsvegar einn galli á gjöf Njarðar og hann er sá að þessir bílar eru óhemju dýrir. Tvöfalt dýrari en sama árgerð af E500 og líklegt að bíll af þessari gerð fluttur keyptur á mobile.de (það er einn til þar) yrði á 5-6 milljónir hingað kominn og það fyrir 1993 módelið af bíl. Fyrir milljón minna væri t.d. hægt að fá 1999 módelið af BMW M5 sem er náttúrulega ekki eins spes bíll en með sama performance.
Ég hefði mjög gaman af því að vita hver á þennan bíl og endilega fá nánari upplýsingar um hann ef einhver hefur þær.
Að lokum má minnast á það að hann var svartur á lit og mér sýndist hann vera með 18" AMG felgur. Hann leit líka óaðfinnanlega út.
Ég man það líka núna að gleymdi að gá hver væri að aka bílnum því ég var svo upptekin af því að skoða bílinn sjálfan!
Hér er bíllinn á mobile.de
http://www.mobile.de/cgi-bin/search.pl?CountOff=8&DataN r=0&DisplayDetail=22114732&DoSearch=1&FormCategory=0&Fo rmColor=%2e%2e%2ebeliebig&FormDate=0&FormDurchmesser=0& FormEZ=%2d&FormKilometer=%2d&FormLand=%2e&FormMake=28&F ormModel=e60&FormPLZ=&FormPower=%2d&FormPrice=%2d&FormS ort=0&Page=0&SearchCat=bereich%3dpkw%26sprache%3d1&bere ich=pkw&sprache=1&x=0&y=0
E55 og síðar E60 í nýja E línu boddíinu eru greinilegir arftakar þessa bíls en ég verð að segja fyrir mína parta að ég tæki gamla boddíið framyfir ANYTIME í dýrari útgáfunum.
Það er mögulegt að þessi bíll á mobile.de hafi verið keyptur upprunalega sem E420 og síðar breytt hjá AMG en hann telst samt sem ekta AMG bíll. Hinsvegar sá ég mun eldri bíl sem var CE60 (coupé) og hann var 1988 módel og sá var rúmlega 10 þúsund evrum dýrari. Við erum því að tala um verulega dýra bíla hér.
Hér eru einu myndirnar sem ég fann af tækinu (efst til hægri).
http://tuningauto.narod.ru/company/amg/artic les/w124e60.htm
Endilega komið með komment og ef þið hafið nánari upplýsingar um þessa tegund eða þennan tiltekna bíl, látið þá vaða.
PS, hvaða sægreifi er svona smekklegur???