Ég hreinlega varð að skrifa þetta hérna til að vara alla við undarlegum starfsháttum tryggingafélagana.
Málið er að ég á gamlan Fiat Uno Turbo, 1988 árgerð, ég keypti þennan bíl í niðurníslu, bilaðan og ljótann fyrir ca 4 árum, ég var í ca 3 ár að dútla mér í honum í skúrnum, skipti um eitthvað af boddyhlutum, skipti um megnið af bremsukerinu, púst, felgur, dekk, lagaði vélina ofl ofl.. og að lokum sprautaði ég bílinn, ég var ekkert að pæla í að búa til neinn sýningarbíl, mig langaði bara í sérstakan bíl og ég hef alltaf verið hrifinn af Fiat.
Ok.. hér kemur böggið,,, ég er sennilega búinn að eyða 1-200 þ kalli í efni og varahluti í þennan bíl, það er í góðu lagi mín vegna vegna þess að ég ætla ekki að seljann, ég er búinn að eyða miklu meira en það í vinnu í bílnum, og ég geri mér 110% grein fyrir því að ég ég fengi það aldrei borgað ef ég ætlaði mér að selja bílinn, ef ég hringi á bílasölu í dag og spyr hvað þessi bíll kosti þá fæ ég sennilega svarið “50 þúsund kall”, s.s. langt fyrir neðan það sem ég er búinn að eyða í varahluti í bílinn, og nú kemur það versta… ef einhver þurs kemur og keyrir á bílinn, segjum þar sem hann stendur í bílastæði, og skemmir hann fyrir meira en 50þ kallinn sem “markaðsvirðið” er, þá sit ég uppi með tjónið,, ég hef talað bæði við Sjóvá og VÍS út af þessu og þeir segja einfaldlega, “við borgum ekki tjón sem kostar meira en markaðsvirði bílsins”… þeir þykjast geta keypt bílinn alveg sama hvað ég segi, það skiptir engu máli að ég kannski vilji ekki selja bílinn minn.
það sem kemur mér mest á óvart er hve gróft þetta er gagnvart viðskiptavinum tryggingafélaganna, hvernig er t.d. hægt að fá “markaðsvirði” bíls sem er t.d. bara eitt eintak til af? (eða 2)
Af hverju á ég að sitja uppi með tjón á ódýra bílnum mínum sem ég þarf að borga sjálfur þrátt fyrir að 3 aðili sem tryggður er t.d. hjá VIS skemmi bílinn minn?
Samkvæmt þessu, þá þykjast (og greinilega hafa) tryggingafélögin “rétt” á því að kaupa 1988 Corolluna sem er komin með 300 hestafla GT vél, Bilstein dempara, 200þ króna felgur, 150þ króna dekk, 100þ króna púst osfrv. á 35 þúsund kall vegna þess að “markaðsvirðið” á þessum bílum er ekki meira,, ok ok.. þetta var smá ýkt hjá mér en samt er þetta í hnotskurn það sem er að gerast hérna…
Ég lenti í þessu einu sinni, ég átti Fiat X1/9 sem var keyrt aftan á, þetta fór fyrir dómstóla og ég tapaði,, það var hent í mig smáaurum sem dugðu ekki einu sinni fyrir réttingunni, það voru 2 svona bílar til á íslandi og bróðir minn átti hinn, er ekki rökrétt að hugsa sem svo að eigendur bílana setji markaðsverðið?
anyways,, ef þið eruð að gera upp gamla bíla passið ykkur á þessu, þeir hjá Sjóvá gátu ekki bent mér á nein lög sem styðja þá í þessum aðgerðum, né VÍS, en maður má sín lítils gegn þessum mammon kerfum, ég er allavega ekki sáttur við þetta og mun halda áfram að leita eftir skýrari svörum en þeim sem ég fékk, sér í lagi hjá Sjóvá…