Jæja það hafa örugglega margir skrifað greinar um þetta og finnst mér það bara mjög skyljanlegt. Lögin um dökkar rúður í fram-hliðar rúðum eru bara asnaleg.

Afhverju er verið að banna fólki að hafa dökkar fram-hliðar rúður?? Ég held meira að segja að fólkið sem setti þessi lög hafi engin almennileg rök fyrir því!
Dökkar rúður eru öryggisatriði sem er löglegt í flestum öðrum löndum. Þetta er eins og að banna fólki að nota sólgleraugu við akstur! Dökkar rúður (filmur) verna ökumenn bifreiðar þegar rúðurnar brotna með þeim hætti að glerbrotin fjúka ekki yfir alla sem eru í bílnum og valda þeim meiri áverkum en voru fyrir eftir áreksturinn. Og dökkar rúður koma einnig í veg fyrir að fólk blindast við akstur þegar það er mikil sól úti. Og börnin sem eru í bílnum eru ekki að bráðna þegar sólin skín beint á þau þegar þau sitja varnarlau í einhverjum bílstól.
Er ekki kominn tími á að allir sem eru á sama máli sendi einhverjum þingmönnum bréf og heimti að fá skýringu á þessu rugli.

Miðað við það sem kærastan mín sem bjó í bandaríkjunum í 8 ár segir má í bandaríkjunum hafa kolsvartar rúður allan hringin, meira að segja framrúðan má vera svört, ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það en það kæmi mér ekkert á óvart þótt þetta væri rétt.

Afhverju þurfa Íslensk lög alltaf að vera svona fáranleg??

Jæja þetta er bara mitt álit, segið mér nú endilega hvað ykkur finnst um þessi mál;)

Takk fyrir.
Daníel.