Meðan umferðarráð malar um hraðakstur og vænir dána einstaklinga um glæpsamlegan tilgang í umferðinni, þá eyst sífelt tala þeirra sem láta lífið á vígvelli umferðarráðs og vegagerðarinnar.
Síðasta tilfelli sem ég man eftir eru miðaldra erlend hjón sem óku litlum bílaleigu bíl sínum á þjóðvegi #1. Þau geta ekki hafa verið á miklum hraða, því bíllinn þeira var á hvolfi svona 2 metra frá vegabrúninni, akkúrat þar sem hin geysivinsæla “klæðning” gildra vegagerðarinnar byrjaði.
Konan lét lífið, vegagerðin yppti öxlum og umferðarráð gangsetur örvæntingarfulla herferð gegn hraðaksturs ökuníðingunum, þar á meðal er væntanlega hinn miðaldra ekkill úr oltna smábílnum.
Ég held að það sé kominn tími fyrir okkur að viðurkenna getuleysi umferðarráðs. Við höfum horft framhjá einkennunum, hatur á ungum ökumönnum, belgingur á almannafæri, blinda á allt annað en hraðakstur, og blinda á orsakir slysa. Viagra hjálpar ekki, það er kominn tími til að leggja umferðarráð niður og krefjast þess af stjórnmálamönnum að þeir leggi þau ógrynni fjár sem þeir hafa inn vegna bifreiðaeigenda í það að bæta umferðarmannvirki, jafnvel einnig hér í höfuðborginni, og slái af vitfyrringslegar áætlanir um jarðgöng sem gagnast örfáum.