Ég hef séð afleiðingar árekstra í Þýskalandi, Bretlandi, Ítalíu og í Lúxemborg. Ég hef sé fjölda árekstur í Bretlandi þar sem hátt í 10 bílar voru allir í einni kös. Ég trúi þér vegna þess að ég veit að það er ekki falleg sjón, en það kemur málinu nákvæmlega ekkert við!
vegir eru ekki hannaðir með ákveðinn hraða heldur afköst. Afköst aukast við aukinn hraða meðal annars vegna þess að þá dvelur hver bíll skemur í brekkunni, það ætti því að minnka umferðarteppur.
Ég er nú ekki að reyna að snúa út úr, bara benda á að það er ekki lausn að lækka hámarkshraða. Það leysir hugsanlega eitthvað, en skapar önnur vandamál í leiðinni.
Afhverju dettur fólki aldrei annað í hug en að lækka hraðann???
Ég sé ekki hvaða máli það skiptir að Ártúnsbrekkan sé brekka, á maður að keyra hægar upp brekkur?
Mér hefur aldrei dottið í hug að flestir vegir úti á landi hafi verið hannaðir með 90 kmh í huga. Þeir eru flestir mjög aldnir og hafa verið endurnýjaðir smátt og smátt, breytt úr malarveg í bundið slitlag og svo jafnvel malbikaðir. Þessir vegir voru lagðir til að auðvelda samgöngur, ég held að menn hafi ekki verið að spá mikið í hraðanum fyrir 50 árum síðan.
Sumstaðar úti landi er hámarkshraði 70, ekkert að því. Sagði ég það?
Ég sé ekki að það sé eitthvað meira hættulegt að byggingar séu nálægt hraðbrautum en eitthvað annað, það sem er hættulegt er ef það er mikil umferð gangandi vegfarenda eða eitthvað slíkt.
En í raun skiptir þetta engu máli því ég vil betri vegi svo hægt sé að keyra hraðar! Mislæg gatnamót svo umferð ganga vel, er eitthvað að því?
Hraðinn er ekki hættulegur, hugsunar og reynsluleysi er hættulegt.
Vegir eru hannaðir með hraða í augum, ásamt öðru auðvitað. Hraðbrautir eru öðruvísi byggðar heldur en þjóðvegur.
Kemur það málinu ekkert við að ég bendi þér á slysin í Þýskalandi? Það varst þú sem skrifaðir eitthvað á þá leið að Þjóðverjar væru með bestu hraðbrautirnar og bestu umferðarmenninguna, ef ég man rétt. Hefur þú setið í bíl með innfæddum í Þýskalandi í innanbæjarakstri?
Ég er bara að reyna að benda þér á að þó að það megi aka hratt þá gerast slysin, og þau eru slæm.
Bíddu nú við, er ekki hægt að aka niður brekkur? Eða viltu bara hafa hærri hámarkshraða aðra leiðina?
Slitlagið og malbikið á þjóðveginum úti á landi er ekki hannað og lagt á með mikinn hraða fyrir augum. Vegir sambærilegir íslenska þjóðveginum eru með 80 km hámarkshraða í flestum löndum Evrópu, af hverju ætli það sé?
Ég sagði ekki að þú hefðir sagt að það væri eitthvað að því að hámarkshraðinn væri 70 km sums staðar úti á landi. En ég benti þér aftur á móti á að spá í það hvers vegna það væri. Kannski hann sé það af svipuðum ástæðum og þeirri að hámarkshraðinn í Ártúnsbrekkunni er sá sem hann er.
“En í raun skiptir þetta engu máli því ég vil betri vegi svo hægt sé að keyra hraðar! Mislæg gatnamót svo umferð ganga vel, er eitthvað að því?”
Þetta er bara ekki það sem þú ert búinn að vera að skrifa hér á undan! Þetta er aftur á móti mikið til það sem ég er búin að vera að skrifa.
0
Þú ert nú bara að benda á augljósar staðreyndir eins og að hraðbraut sé öðruvísi byggð en þjóðvegur.
Afhverju ertu alltaf að spyrja mig hvort ég hafi gert þetta og hitt í þýskalandi??? Ef maður tekur leigubíl þar, eru þá ekki góðar líkur á að maður hafi setið bíl með innfæddum (hvert ertu að fara með þessu kommenti?).
Auðvitað er hægt að aka niður brekkur, en þú vildir meina að augljóst væri að ekki mætti hækka hámarkshraða í Ártúnsbrekkunni vegna þess að þetta væri brekka…. ég skildi bara ekki hvaða máli það skipti.
Það er satt víða eru sambærilegir vegir með 80 kmh erlendis, en sumstaðar eru þeir með 110 kmh hámarki, það er vegna þess að að engin byggð er í kring og þeir liggja til dæmis yfir sléttur o.s.frv.
Hámarkshraðinn í Ártúnsbrekkunni var hækkaður í 70 kmh úr 60 kmh. Afhverju heldur þú að það hafi verið, eða hélstu að 60 kmh væri bara málið þar á þeim tíma og þessvegna varstu ekkert að véfengja það? Afhverju heldur þú að hámarkshraðinn hafi verið hækkaður úr 60 kmh í 70 kmh og afhverju heldur þú að hámarkshraðinn hafi fyrst verið 60 kmh?
OG að lokum, varst þú einhversstaðar að skrifa að þú vildir betri vegi til að geta ekið hraðar? Sorry, tók ekki eftir því:)
0
“Þú ert nú bara að benda á augljósar staðreyndir eins og að hraðbraut sé öðruvísi byggð en þjóðvegur.”
Einmitt. Og malarvegur er öðruvísi hannaður en þjóðvegur.
“Afhverju ertu alltaf að spyrja mig hvort ég hafi gert þetta og hitt í þýskalandi??? Ef maður tekur leigubíl þar, eru þá ekki góðar líkur á að maður hafi setið bíl með innfæddum (hvert ertu að fara með þessu kommenti?).”
Af því að það varst þú sem dásamaðir umferðarmenninguna í Þýskalandi. Ég vil bara benda þér á að umferðarmenningin í Þýskalandi hefur sínar dökku hliðar líka, og þar má kenna hraðakstri um heilmikið.
“Auðvitað er hægt að aka niður brekkur, en þú vildir meina að augljóst væri að ekki mætti hækka hámarkshraða í Ártúnsbrekkunni vegna þess að þetta væri brekka…. ég skildi bara ekki hvaða máli það skipti.”
Brekkan er stutt. Þar af leiðandi er síður en svo hættulaust að ætla sér að hafa hámarkshraðann 90 km (sumir vilja 100 km) á þessum stutta kafla. Það er slysahætta, sérstaklega þar sem þetta er innanbæjar.
“Það er satt víða eru sambærilegir vegir með 80 kmh erlendis, en sumstaðar eru þeir með 110 kmh hámarki, það er vegna þess að að engin byggð er í kring og þeir liggja til dæmis yfir sléttur o.s.frv.”
Hvar hefur þú rekist á slíka vegi?
Hvergi á Norðurlöndunum finnur þú dæmi um þetta. Hámarkshraðinn í nágrannalöndunum fer ekki yfir þennan hraða nema vegurinn sé hannaður þannig að umferð úr gagnstæðri átt sé í góðri fjarlægð, s.s. hraðbrautarhönnun.
“OG að lokum, varst þú einhversstaðar að skrifa að þú vildir betri vegi til að geta ekið hraðar? Sorry, tók ekki eftir því:)”
Hér er það sem ég skrifaði: “Þetta er aftur á móti mikið til það sem ég er búin að vera að skrifa.” Taktu eftir því að ég skrifa “mikið til”.
0
Þú ert nú ekki að segja mikið.
Í framhaldi af Ártúnsbrekku kemur Vesturlandsvegur sem er með svipuðu sniði langleiðina uppí Mos.
Og umferð hefur sínar dökku hliðar hvar sem er, alveg sama hvort hraði spilar þar inn í eða ekki. Óþarft að benda sérstaklega á “dökku” hliðar umferðar í þýskalandi.
Afskekktir sveitavegir hafa oft hærri hámarkshraða þó svo akrein á móti sé ekki aðskilin, slíkir vegir eru t.d. til í Bretlandi.
Þetta sem þú ert búin að vera skrifa er “mikið til” loðið og margt ílla skiljanlegt og nánari skýringa þörf.
0