Ég hef nýlega með lestri þessa áhugamáls og miklum sparnaðarhugleiðingum ákveðið að mig langar að kaupa mér ódýran en skemmtilegan bíl.

Þar sem ég er uppalin Fm-hnakki þá hef ég hingað til ekki getað séð að það væri til skemmtilegir bílar sem kostuðu minna en 2 millur og væru með turbo, 8 cylendra eða í minnsta lagi VTi merki. Núna hinsvegar á ég ekki bíl í fyrsta skipti í 6 ár eða síðan ég fékk prófið góða. Ég á heldur ekki mikið af peningum eftir að hafa átt rándýra Vti Hondu og fleira sem ég hafði engan veginn efni á að borga af :) Sem betur fer hætti ég í því rugli og eina faratækið sem ég á núna er mótorhjól uppá 400+ þúsund.
Þar sem ég er mikill bílaáhugamaður þá langar mig í skemmtilegan, kraftmikinn og ódýran bíl fyrir svona u.þ.b 500 þúsund. Hann má eyða slatta af bensíni og má vera ryðgaður og má bila meira að segja. Við eigum corollu á heimilinu sem gerir ekkert af þessu þannig að þetta verður bara svona hobby/auka bíll.

Hvað er til af svona bílum? Ég er búin að vera að skoða gamla Trans Am og Camaro sem ég er spenntur fyrir, þeir virðast bara vera til í frekar litlu upplagi. Skoðaði Ford Probe í dag sem leit ágætlega út og gæti verið skemmtilegur og einn Lincoln Continental sem ég ætla að prófa á morgun. En hvað er annað í stöðunni?? Það virðist vera frekar lítið framboð af þessum skemmtilegu en erfiðu bílum og var ég að vonast eftir smá hjálp frá ykkur með-hugurum mínum í formi hugmynda og uppástungna.
“If it starts I can race it”