Ég og vinur minn áttum leið í tómstundahúsið í vikunni og rákumst þar á rafmagnsbíla með bensínmótor. Við skoðum þetta í smá stund og ákváðum eftir smá athugun að þetta yrði keypt á næstunni
Við fórum út í bíl og þegar við vorum komnir að Grensásveginum var ákveðið að þessi tæki yrðu keypt samdægurs. Við snerum við og keyptum sitthvoran bílinn, hann tók Skyline en ég valdi að sjálfsögðu M5.
Er heim var komið byrjuðum við að sprauta skeljarnar og setja fjarstýribúnaðinn í. Næsta dag klipptum við skeljarnar til og settum límmiðana á. Svo þegar allt var klárt var sett í gang, sem kostaði reyndar ferð upp í tómstundahúsið því vélarnar gengu eitthvað furðulega. Svo þegar komið var heim var kveikt á dótinu og keyrt á blautu malbikinu því þolinmæðin og spenningurinn leyfðu ekki lengri bið.
Í stuttu máli sagt held ég að ég hafi aldrei skemmt mér eins vel og við aksturinn á rafmagnsbílnum. Það er bara geðveiki að keyra svona lítinn bíl á 50-60km hraða (komast reyndar hraðar en þetta var bara test) og slide'a og spóla eins og fífl. Því mæli ég hiklaust með þessu til að losna við allt road-rage eða hraðaksturs stæla og einnig er þetta góð leið til að vera rice-ari án þess að nokkur sjá til þín:)
I WAS BORN FOR DYING!