Vont eða gott?
Stundum velti ég þvi fyrir mér hvort bílar í dag séu betri en þeir voru hér áður fyrr. Maður heyrir orðið sjaldan orðatiltækið að vera góður út á vegum eða að vera lunga mjúkur þegar talað er um bíla í dag. Tökum sem dæmi Merceders Bens bíla frá því 1990 til árg. 2000, maður hefur nú setið í ófáum leigubílnum af þessari gerð og einnig ekið sjálfur mörgum slíkum. Fyrir mitt leiti þá eru þetta úrvals farartæki sem sem henta mínum aksturs karakter og gaman er að aka (er ég þá að tala um 200 línuna) Tökum svo dæmi um sömu bíltegund (200 línuna af Bens) en nú af árg. 1980 til 1990 sem því miður fer verulega fækkandi vegna aldurs. Segi því miður já því mér þykir nefnilega mun skemtilegra að aka eldri árg af bensanum heldur þeim sem nýrri eru og kemur þar ýmislegt til t.d. mýkt skemtilegri innrétting og annað sem að gera eldri bílana með sterkari karakter að mínu mati. Bilar sem eru flatir (kalla bila flata sem eru einhvern veginn karakter lausir) geta oft verið ágætis bílar t.d. corolla lancer og fleiri plastbílar hehehe en eru þunglyndis valdandi ef maður ekur of lengi um á þeim. Ungir strákar í dag leita æ meira til fortíðar þegar þeir tala um spennandi bíla og þó að það sé kannski byggt á áhuga frekar en þekkingu þá er það af hinu góða. Takk fyrir mig. siggiandri