Það var svona kúpling og bremsa og inngjöf og svo eikkað annað. Ég setti bílinn í gang, án þess að ýta á kúplinguna, svo ýtti ég á eikkern takka og það heyrðist svona “brúúmm, brúmm, brúmm brúmm !!” í vélinni. Svo ýtti ég á kúplinguna og mér var sagt að sleppa henni hægt og ýta á inngjöfina hægt í leiðinni. Það var skrítið, en ég gat það ekki, þegar ég var búnað sleppa smá kúplingunni, þá þrykkti ég í inngjöfina (Samt ekki alveg í botn). Og bíllinn skaust áfram um hálfann meter og þá ýtti ég á bremsuna og bíllinn stoppaði og drap á sér.
Þar sem ég veit ekki mikið um bíla þá get ég bara sat þetta um bílinn: Þetta var árgerð 2000 (eða 2001) Ford Puma, á hljóðinu að giska, svona 130 hestöfl. Hann var með ABS bermsukerfi og alveg að verða bensínlaus.
Eftir þessa upplifun ákvað ég að þegar ég er búnað fá bílpróf, þá ætla ég að kaupa mér annaðhvort sjálfsskiptan bíl eða beinskiptan Trapant sem kemst ekki hraðari en 90 km/klst. Svo þegar ég er orðin góður að keyra bíl og ríkur, þá ætla ég að kaupa mér Porsche 911 Carrera 4 S eða Porsche Cayenne (held að það er skrifað svona).
Kveðja, Klikkhausi.
Kveðja, Danni