-upplýsingarnar í þessari grein eru að mestu byggðar á grein hjá bmw2002.co.uk-
Að mínu mati er það að eiga og keyra BMW merki þess að þú hafir gaman af því að keyra og viljir fá að vera meira involved í akstrinum en flestir aðrir ökumenn, en ekki merki um að þú sért eitthvað snobbaður eða eitthvað álíka (nema auðvita gæjarnir á 316 bílunum, þið eruð bara lame :).
Annað sem mér finnst einkenna BMW ökumenn (tek það fram að ég hef nákvæmlega ekkert fyrir mér í þessu) er að þeir hafa meira passion gagnvart bílnum sínum og merkinu heldur en kannski margir aðrir ökumenn. Allaveg mundi það útskýra hvernig menn hafa þolinmæði gagnvart því hvað þeir eru ótrúlega dýrir í rekstri og ekki beint það ólíklegasta til að bila sem maður finnur þarna úti.
En allavega, þetta færir mig að aðal efni greinarinnar. Ég hef alltaf haft sterkustu tilfinningarnar til 5 línunar, hún sameinar að mínu mati allt það sem BMW stendur fyrir: Klassískt og fallegt útlit, ótrúlega aksturseiginleika án þess þó að fórna nokkru í akstursþægindum, basically þýskt hugvit uppá sitt besta og hann er passlega stór fyrir minn smekk.
Fimman sem er í umferð núna er basically búin að vera eins frá því hún kom 96 þó hún hafi nú fengið smávægilega andlitslyftingu. Mér finnst bíllinn reyndar enþá mjög fallegur og þessar línur veikja mig enþá alltaf í hnjánum þegar ég sé þær (for fuck sake mér finnst E34 bíllinn enþá geðveikur). En núna á samsagt að fara að henda í okkur nýjum bíl með frekar miklum útlitsbreytingum og ég ákvað því að fara sona aðeins yfir hvað við eigum von á að fá í hendurnar ( eru ekki allir annars búnir að panta sér einn?!?)
Hann erfir talsvert af græjum frá nýju 7 línunni, þar á meðal shift-by-wire 6 gíra sjálfskiptinguna, loftpúða dempun (active roll stabilization), eitthvað sem kallast Dynamic Drive og einfaldaða útgáfu af iDrive kerfinu.
Útlitslega séð þá er ég ekki viss við hverju maður á að búast, en mér hefur allavega þótt bíllinn batna og batna í útliti á þessum CG myndum sem bílablöð og ýmsir hafa verið að gera af honum eftir hintum frá hönnuðunum. Ég ætla að reyna að senda með þessari grein mynd frá hönnunardeild bmw af honum sem sýnir ágætlega hvað concept þeir eru að sækjast eftir. Hann er meira modern heldur en þeir hafa oft leyft sér að hanna þá og stór og hallandi framrúðan með mjúkri þaklínunni gefa honum coupe'legt yfirbragð og hann er að sjálfsögðu frekar agressive eins og góðum BMW sæmir (án þess þó að vera of over the top of course).
Hann á líka að vera áframhald á þeirri stefnu Chris Bangle yfirhönnuðar BMW að hætta að hafa bílana “sömu pylsuna bara í mismunandi stærðum”, örugglega erfitt að fá þjóðverja til að skilja eitthvað án þess að tengja það pylsum… anyhow…
Nýja E-línan fá MB gerir bílnum að sjálfsögðu erfitt fyrir en BMW menn hafa unnið heimavinnuna sína vel og er bíllinn því búinn allskonar dóti sem á að gera hann frábæran og byggður með nýjustu tækni en ég er einfaldlega ekki nógu klár til að fatta alveg útá hvað það gengur en það er örugglega allt frábært. Þar á meðal er byggingaraðferð sem var þróðuð fyrir Z8 til að gera bílinn léttari og væntanlega stífari, ásamt því að það á að vera í honum nýtt stýrikerfi (NEI EKKI SONA EINS OG WINDOWS!) frá ZF sem á að aðlaga hallan á framdekkjunum sjálfkrafa í sterkum hliðarvindum eða við mikla hemlun til að auka grip.
Og þá er loksins komið að aðalmálinu (eða sona allt að því), það eru vélarnar. Bíllinn verður fáanlegur með 2.2,2.5 og 3.0 V6 vélum og einnig verður hægt að fá 4.5 V8 vélina sem kom með nýju 7'unni. Vélarnar fá líka eitthvað unit sem kallast Direct-injection og ég veit ekkert hvað gerir… but I'm guessing að það tengist innspýtingunni :)
En þær vélar sem kveikja virkilega í mér eru 3.0 twin turbo vél sem á að skila 380 hö og er ætlað að gefa bílnum svipað performance og núverandi M5 og að lokum rúsínan í pylsuendanum 500 hö 5.5 lítra V10 sem á að koma í M5 bílinn.
All this said and done þá líst mér bara vægast sagt mjög vel á þennan bíl sem á að vera frumsýndur á Frankfurt bílasýningunni í september 2003 og ég efast ekki um að hann verði verðugur keppinautur nýju E línunar (sem mér finnst reyndar alveg heimskulega líkur C-línunni þegar maður sér hann sona in real life, en það er nú allt annað mál).
Vonandi hefur einhver nennt að lesa þetta allt saman og ekki væri nú verra ef eitthvað gagn eða gaman hefði komið útúr því…
Kveðja,
Damien “Fiat Polski er hápunktur bílasögunar” K