Loftpúðar og ABS? Nei segir GM. Í nýjasta eintaki af CAR sem ég býð alltaf spenntur eftir að komi í hillur bókabúða las ég nokkuð sem kom mér mjög óþægilega á óvart.
Svo virðist sem General Motors Corp. ætli sér að taka loftpúða og ABS af lista staðalbúnaðar fyrir bíla sína. Áfram verður hægt að fá þessi sjálfsögðu öryggistæki sem aukabúnað en loftpúðar til dæmis sem kosta uþb $110 í framleiðslu munu eftir því sem GM segir kosta um $300.

Í þessu sést glöggt viðhorf amerískra bílaframleiðenda gagnvart sjálfsögðum öryggistækjum, “ekki ef við græðum ekki á því”. Það muna kannski einhverjir eftir því að bílaframleiðendur í bandaríkjunum börðust gegn beltanotkun því að þeim fannst of mikill kostnaður fólginn í því að setja þennann allra nauðsynlegasta öryggisbúnað í bílana sína. Það sem verra er að útaf þessari herferð þeirra þar sem meðal annars var talað um mikla hættu á viðbeinsbrotum vegna belta (en ekkert talað um hvað myndi koma fyrir mann sem lendir í nógu hörðum árekstri til að beltið viðbeinsbrjóti hann ef hann væri ekki í belti). Einnig töluðu þessir snillingar um að miklu betra væri að kastast útúr bílnum ef maður skildi lenda í árekstri (inní hinn bílinn þá eða?), eru nú um 40% ameríkana sem nota ekki bílbelti því þeir halda að það sé betra að kastast útúr bílnum í árekstri (sem við vitum vel eftir að hafa séð þessi skemmtilega vídeó í ökuskólanum að bara gerist ekki).
Hverskonar menn eru það sem hugsa meira stöðuna á bankabókinni heldur en hvort fólk verður að klessu eða lifir af árekstra í bílunum þeirra?
Fyrir þá sem ekki vita þá á GM eftirtöld merki: Buick, Cadillac, Chevrolet, EV1, GMC, Holden, HUMMER, Oldsmobile, Opel, SAAB og Saturn.

Rx7