Dagurinn byrjaði snemma, Þurfti að fara til Pappa og mömmu
uppí grafarvogi. Svo þegar ég fer heim rúnta ég á þessar
helstu bílasölur á höfðanum. Fer inn í eina og spyr hvort hann
eigi Jaguar XJ6. “Nei.” segir hann og svarar i síman. Dóna fífl
hugsa ég. Svipað dæmi endurtekur sig á fleiri stöðum, Þar
til…

Ég renn inn á bíla sölunna sem er neðst í brekkunni áður en
maður kemur að ÍH. Er þar ekki einn, Dökk rauður 4.2 ´78
árgerð. Ég hleyp inn og spyr hvort hann væri með umboð fyrir
þessum kagga, Jú jú, segir hann, viltu ekki prófa(ekkert mas,
röfl eða kjaftæði bara viltu ekki prófa.) Júhú segi ég.

Ég er nú búinn að keyra nokkra XJ6 en engan MkII áður.
Þvílík snilld. Allt er eins og ég vill hafa það. Kraftur, þægindi.
og Jaguar

Þegar maður sest inn stigur leðurlykt á móti manni, mjúka
sætið tekur á móti manni eins og maður hafi fæðst til að
setjast í svona bíl. Svissar og bíllin hoppar ígang eins og
ekkert. Maður tekur utanum stýrið, þennan litla mjóa stálhring,
og ósjálfrátt er maður nettur þegar maður tekur í stýrið.
Í gír og afstað.

Mér bregður alltaf þegar svona stórir bílar skjótast svona
afstað. Ekkert ískur, ekkert brölt, allt eins og það á að vera.
Þegar ég skila bílnum er ég í vímu, Það rúllar Porsche inn, ég
tek varla eftir því. Þessi bíll. Ég er ástfanginn.
Ég er farinn að sjá fyrir mér rómantiskar lautarferðir, bara ég
og hann. í bío saman…. Verst að ég hafi ekki pening.


Jæja strákar. Þetta er einn af draumabílum mínum.
og fyrir þá sem vilja vita.
Series I (1968 - 73), Series II (1973 - 1979), Series III (1979 -
1986) Þetta eru hinir raunverulegu XJ6, 87 - 94 eru
XJ40(nema XJ12 sem lifði til 92) X300 er svo til 97.
Þeir sem vilja fræðast á netinu geta heimsótt
http://www.jag-lovers.org/

Takk fyrir
Davíð
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil