Allt til þessa hefur munurinn á bens og BMW verið sá að Bens framleiddi lúxusbíla með aðaláherslur á þægindi en BMW lúxusbíla með áherslur á sportlega og góða aksturseiginleika og útlit.
En núna er Benz að gera bílana sína sportlegri smbr nýju C-línunni, nýju E-línunni og S-línunni sem er með frekar sportlegt útlit.
Ég hef alltaf verið hrifnari af BMW og því finnst mér þetta ágætis þróun hjá Benz en ég held að það séu margir sem eru á móti þessu eins og gamlir ríkir kallar sem vilja ekki finna fyrir veginum og vilja bíla sem eru stórir og með rosalegan lúxus.
Mér finnst nýju bílarnir frá Benz flottari en þeir sem voru á undan þeim. En ég er ekki viss um að þetta sé sniðugt fyrir Benz því að það var alltaf greinileg lína á milli þeirra sem keyptu Benz og BMW, ungt fólk sem vill aksturseiginleika keypti BMW og gamalt fólk sem vildi lúxus keypti Benz.
Núna held ég að Benz sé að stefna á meiri samkeppni við BMW það verður skemmtilegt að sjá það en ég er ekki viss um að þeir geti staðist samkeppnina við BMW þegar aksturseiginleikar eru annarsvegar en hver veit.
Þetta var bara smá pæling, endinlega leiðréttið mig ef ég er að bulla :)
BJAHJA