Ég hef verið að fylgjast með bílamenninguni hérna að undnanförnu og verð ég að segja að ég er hrifinn.. fólk er í mun meira mæli farið að breyta bílunum og bíladella er orðin nokkuð popular sport aftur..
Það má eflaust þakka klúbbum eins og live2cruize en þeir hafa staðið fyrir samkomum bíladellumanna og virðist líka engu skipta hverju þú ekur um á bara ef þú hefur áhuga á bílum og ekki sakar ef þú ert búnað grúska í honum.. Þetta líkar mér svo sannarlega. en mér finnst það hafa loðað mest við gömlu amerisku bílana að eigandin hefði sjálfur tjúnað hann og breytt og eflaust rétt reyndar líka.
Ég sjálfur hef líka aldrei vilja láta kenna mig við aðra bíla en þá amerísku. En núna þegar markaður fyrir tjúningar á alveg ómerkilegustu bílum er að opnast opnast í raun fyrir mér alveg nýr heimur með nýjum bílum eða kannski var ég bara búnað vera of lengi í sömu sporunum? ja ekki get ég svarað því sem stendur én ég ætla engu síður að taka áhættuna og er að festa kaupa á japönskum sportara og nú fær maður að prufa að dunda sér í túrbínum og innspýtingum og slíku.
Jafnframt hef ég tekið eftir að áhugi á gömlu amerísku bílunum er farin að aukast aftur og ekki nóg með það heldur eru menn birjaðir að sebra klæða þá troða skópum á húddin, hækka upp að aftan og slíkt. Sebra áklæðið má brenna í helvíti mín vegna en hitt er bara gaman.
jæja eins og vill oft ske með mínar greinar missa þær marks og verða með öllu óskýranlegar pælingar sem engir skilur neitt í og þá allra síst ég sjálfur, þá ætla ég að hætta fyrr núna.
Það sem ég er að reyna segja með greinini er að það er frábært að sjá svo mikla grósku í bílaheiminum og það er ekkert nema gaman að sjá menn á hversdagslegum bílum sem eru ekkert hversdagslegir lengur og hvet ég fólk ti að vera duglegt að dunda sér og sýna sig og sjá aðra á samkomum og öðrum stöðum m.a kvartmílubrautini
farvell, v8man (N)