Jæja þá er komið aftur að Grein frá v8manninum sem reyndar er komin með auka “N” við nafnið sitt, grein þessi verður eflaust ekki ólík mínum fyrri greinum af því leyti að hún mun enda allt öðruvísi en ég hafði ætlað mér og mun koma sjálfum mér jafnt sem öðrum mikið á óvart auk þess að við munum eflaust botna voðalega lítið í henni.
Það sem ég hef verið að spá mikið þessa dagana er rembingur bíladellumanna útí hvern annan, meina.. 5 gaurar standa á Esso planinu og gæjast á stífkrómaða-bónaða 350vél ofan í húddi á t.d Camaro fullir aðdáun og leynir bíladellan sér alls ekki meðan þeir snúast í kringum bílin og skoða á honum hvern krók og krima og hugsa sveittir um sjálfan sig undir stýri með pedalan negldan við gólfið.. inná planið Rennir t.d Mitsubishi 3000gt vr4 rennilegur vægast sagt áberandi útlítandi japanskur sportbíll.. það rennur aldeilis önnur gríma á Camaro strákana og bölva þeir gt-inum út og suður.. HA? voru þeir ekki að dást af öðrum sportbíl?.
Það vill nefnilega svo einkennilega til að bíladellumenn eru miklir “þjóðernissinnar” og keppast þeir um að niðurlægja hvorn annan sem þeir mest geta og er oft útkljáð með spyrnum út og suður.
Ég er að vísu ekkert skárri og hef ég frá sona ca:5 ára aldri slefað á eftir amerísku drekunum og hatað þá japönsku.. 14ára gamall var ég komin með mustang í skúrin skipti síðan yfir í Trans am og þaðan yfir í camaro og þann bíl átti ég þegar bílprófið bar að garði. jújú dellan minnkaði ekkert við það og man ég þegar ég náði í camaroin og keyrði honum heim.. ég var á himnum endalaust húdd með stórum skóp fyrir framan mig hljóð sem myndi verða sæmilegasta kvartmílubíl til sóma og síðast en ekki síðst krafturinn.. en svo vildi til að ég bræddu úr bílnum mínum reyndar ekki þessum, en þeim sem ég nota sona dags-daglega. kunningi minn sem var í vinnu rétt hjá kom hlaupandi til mín og vildi endilega aðstoða mann í að sjá hvað væri að og lánaði mér bílin sinn til að skreppa heim og sækja verkfæri og vinnugalla og slíkt..
Umræddur bíll var af gerðini Subaro impreza GT og nú skyldi koma í ljós hversu megnugur erkifjandinn væri þá.. það var ekki laust við að maður settist hálf nerfus undir stýri… Skyldi maður glata trúnni? jæja.. ég keyrði af stað jújú gott að keyra en mér fannst ég nú bara vera á hverjum öðrum bíl og sá ég ekki alveg hvar milljóninar 3 lágu.. síðan bar að garði Beinn langur og breiður vegur.. jæja maður varð nú að prufa ég stoppaði bílin og áhvað að spyrna honum út vegin.. og ég sé og sé ekki eftir því.. það kom í ljós og að orkan í bílnum var gríðarleg og var þetta í raun eins og maður tæki sinn venjulega fjölskuldu bíl og sprautaði sterum í tankinn.. jæja.. þegar ég skilaði bílnum var ég sona lala jújú ekkert slæmt sko en Amerískt skal það vera.
Síðan kom það uppá dag einn að ég þurfti að skreppa til næsta bæjar og snattast aðeins en ég hafði ekki bíl.. jújú ég náði að fá lánaðan bíl forledra minna nýlegan stóran Dodge pallbíl vopnaðan fjölmörgum silendrum og kílóum.. þetta líkaði mér en þá bauð áðurnefndur vinur mér imprezuna.. nú var það ljótt átti maður að parkera La dodge fyrir grjón? jæja ok.. sona aðeins engu síður voru sumir að svíkja lit.. jújú þetta gekk allt vel fyrir sig og kom bíllin mér sífellt á óvart og endaði mér að ég bauð í bílin.. ég hafði fallið í gildru..´mér líkaði vel við bíl með eftirnafnið GT og var túrbó.. hvað var að ske? síðan fór maður útá sjó og róaðist aðeins.
Þegar í land var komin tók maður sig til og vann aðeins í camaronum og skyldi maður ekkert í hvað maður var að falla fyrir loftprezzugreyji.. en síðan kom sú stund að maður fékk tækifæri til að prufa annan japanskan óvin og var þar á ferðini sannkallaður erkifjandi.. um var að ræða mmc 3000gt vr4 twin turbo.. eldrauðan á 17" krómuðum álfelgum ljóst leður 320hestar tölvu allt og rafmagn í ótrúlegustu hlutum.. fjórhjóladrif og stýri… og það gekk meirasegja svo langt að bíllin lækkar sig og hækkar spoilerinn þegar áhveðnum hraða er náð..
Ætti maður að prufa? er það óhætt gengi maður nú endanlega af trúnni? jæja ég sló til og tók í kvikindið og ég get sagt að ég hefði betur látið það ógert.. nú var ég sjúkur bíllin var svo rosalegur í akstri.. krafturinn gríðalegur og virtist aldrei hætta.. þegar tvöfildum löglegum og jafnvel ólöglegum hraða var náð var krafturinn ekki farin að dvína eins og algengt er heldur var hann ennþá að aukast.. og þegar maður var farin að geta margfaldað tölurnar sem var búið að strá á skylti alltí kring með sjálfum sér og jafnvel meiru var maður loksins farin að skylja að þó svo að bíllin væri ekki einu sinni amerískur hvað þá 8 gata þá væri þetta gríðaleg maskína..
Þegar hingað var komið var maður búnað tapa öllum áttum og farinn að horfa á eftir ótrúlegustu bílum á götuni svo framarlega sem þetta voru ekki hin venjulegi bíll og prufaði maður allt sem maður gat. og komst ég af því að það skipti ekki hvað bíllin hét eða hvaðan hann kom fast is fast.. en sona til að fara stytta þennan texta í annan endan þá er ég að leggja til að við förum að hætta þessum rembing útí allt og meta hvern bíl að verðleikum ekki nafni..
ef þú náðir að lesa þetta eða botna í þessu áttu hrós skilið..
kv, v8man (hinn snarruglaði)