Ég vill byrja að lýsa eftir þeim manni/konu sem kann eitthvað töfraráð til að losna við svona ands…. Því að þetta er meira pirrandi en ég veit ekki hvað!
Þannig er mál með vexti að ég á Lancer ‘89 Glx og ALLTAF þegar ég er búinn að sitja í honum í smá tíma og fer út úr honum fæ ég straum þegar ég snerti hurðina!
Þannig að; A) Annaðhvort er þetta núningur við sætið eða gólfið
eða B) ég er bara í svona miklu stuði ;).
Svo eiga foreldrar mínir Amerískan jeppa og ekkert vandamál þar, ég fæ ekki straum af honum né af Toyotu Corrollu vinar míns né Lancer ’93 annars vinar míns né Corrollu Si enn annars vinar míns og þannig mætti lengi telja…..
Helst datt mér í hug að boltarnir sem halda sætinu við gólfið væru orðnir ryðgaðir og það ylli því að sætið væri ekki jarðtengt í boddýið og svo var ég með gúmmímottu en tók hana en það batnaði ekkert við það!
Ég man eftir því þegar bílarnir voru með gúmmí“typpi” sem var undir bílnum og snerti jörðina. Var það ekki til að jarðtengja??
Nú skora ég á þessa HotShota (nefnum engin nöfn) að sýna hvað þeir kunna og segja mér hvernig ég á að losna við þetta stórskemmtilega rafurmagnsbögg úr sjálfrennireið minni!
Með fyrirfram þökk; Kvakku
______________________________