Þú ert ótrúlega lengi að ná þessu. Það að hugtakið JEEP, sem ég útskýrði fyrir þér hér rétt á undan, skuli upprunalega hafa verið notað fyrir Willys segir ekki neitt.
Eins og þú bendir á þá fór forseti Bandaríkjanna fram á að framleiddur yrði bíll sem uppfyllti þessar lágmarkskröfur. Þú virðist svo halda að bara vegna þess að einhverjir bílar sem komu fyrir þann tíma hafi uppfyllt þessar kröfur betur, þá séu þeir ekki jeppar.
Það má eflaust velta því fyrir sér að hér sé um málvillu að ræða. En þá ert það þú sem ekki áttar þig á málnotkuninni. Jeppi hér heima er notað yfir allt frá Vitara til Patrol (alvöru japanskir jeppar) og jeppi hér heima er ekki það sama og Jeep er í USA. Ef þú skilur það þá ertu búin að eyða allri þinni fyrri rökleysu.
Þú ert semsagt að rugla tilkomu nafnsins á bíltegundina Willys við tilkomu nafnsins á bílaflokkinn Jeppar.
Willys war svokallaður General Purpose (Vehicle) skammstafað GP og úr því var til heitið JEEP, eða “JEE PEE” í framburði. Það að þetta heiti hafi svo orðið að nafni bílsins þýðir ekki að aðrir bílar séu ekki jeppar. Það þýðir einfaldlega að JEEP stendur fyrir GP sem er General Purpose Vehicle, þú hefur því gjörsamlega misskilið tilurð heitisins og ástæður á bakvið það. Af þeirri ástæðu er það eina rétta sem þú hefur sagt að WYLLIS er eini bíllinn sem hefur beinlínis borið nafnið JEEP á grillinu. Jeep þýðir það sama og GP og þú munt varla bera á móti því að kanar framleiði t.d. enga aðra General Purpose bíla???
5-6 ára þroski hjálpar kannski ekki, en smávægileg söguþekking gerir það:)
Það er heldur ekki allskostar rétt hjá þér að hugtakið JEEP hafi ekki verið til fyrir 1940. Hugtakið GP var til, það var ekki fyrr en síðar að Jeep nafnið festist við heitið.
OG þar við bætist að þú þráast við að segja að Wyllis sé eini alvöru jeppinn, en það er ekki einu sinni rétt í því tilliti að það sé eini bíllinn sem beri þetta nafn, því að Grand Cherokee er t.d. líka JEEP, og því alveg jafn mikill jeppi miðað við það sem þú hefur sagt. Það leiðir svo aftur til þess að sambærilegir bílar hljóta þá að teljast jeppar líka samkvæmt okkar íslensku málvenju og í það minnsta GP bílar samkvæmt þeirri bandarísku og auðvitað eru þeir Jeeps líka, eins og sést á þriðju myndinni á þessari síðu hér:
http://members.aol.com/albrightmj/jeeps.html“our Jeeps” stendur þar, og ekki eru bara Willys bílar eða Wrangler þar á myndinni.
Löngu eftir stríð kom svo CJ bílarnir frá JEEP, það stendur fyrir “CJ's - Civilian Jeeps ” það yrði því í raun CGP þar sem J stendur fyrir Jeep sem stendur svo aftur fyrir GP.
Til að bíta svo höfuðið úr skömminni þá læt ég eftirfarandi síðu fylgja með þar sem JEEP var kallaður “1/4 ton 4x4 Reconaissance Truck”. ALLT er því unnið fyrir gíg með þessari þvermóðsku.
Og hér er svo setningin sem skýrir í rauninni það sem við höfum verið að segja allan tímann “Usually, the word jeep without an uppercased j refers specifically to the WW2 jeep and post-war jeeps whilst the term Jeep® with a capital J is a trademark of Chrysler Corporation.”
Willys er því ekki miðað við það sem fram hefur komið fyrsti jeppin, né hinn eini sanni jeppi, og það ennþá síður í viðurkenndri merkingu þessa orðs.
Verjandi hefur lokið málflutningi sínum;)