Ég vill keppa við þig!! eins og menn gerðu 1988 Fyrir mánuði síðan keypti ég mér nokkuð skemmtilegan bíl, kraftmikill og liggur eins ok klessa.

En hveð er hægt að gera við svona græju.. jú maður getur klárað 1.gír og hugsanlega 2.gír, en þá er mælirinn farinn að sýna sviptingu. Jú maður getur að sjálfsögðu farið upp á kvartmíllubraut og klárað 3ja gír, en að spyrna beint áfram er ekkert fun, maður gæti allt eins sleppt því að hafa stýri og fjöðrun. Svo vilja hreinlega ekki ekki leggja það á bílinn sinn að keyra upp á braut, malarvegurinn þangað er dauði.

En hvað er þá til ráða.. Jú lausnin er einföld. Endurvekjum keppni sem var haldin á Fjarðarkaupsplaninu að mig minnir árið 1988 (gæti verið 1989).

Sú keppni var þannig að gerðar voru tvær samhliða brautir (speglun) úr keilum, og menn mættu á sínum eigin bílum og kepptu, stuttur beinn kafli 1. + hálfur 2.gír, krappar begjur, U-begjur og gaman. Algerlega hættulaust því hraðinn er aldrei meiri en ja 80km/klst. En í svona keppni er það hæfni ökumans og jú eitthvað kemur bíllinn inn í þetta. Brautin er einföld og ódýr í smíðum.. bara gott vel sópað stórt bílaplan, t.d. Eimskipaplanið, hluti af flugvellinum, Keilur til að afmarka brautina. Thats all.. :)

Þegar þessi keppni sem ég vitna til var haldin þá voru það bílaumboðin sem stóðu fyrir henni (að mig minnir), þarna voru samankomnir nokkrir BMW-ar (325i og M3 E30), Subaru Coupe Turbo, Toyota Celica 2000gti, Honda Civic og Honda CRX, o.s.frv. Gaman væri að sjá þetta tape, RÚV sýndi frá þessu að mig minnir.

En hvað segið þið félagar, langar ykkur ekki að etja kappi við náungann á lokaðri braut, í svona keppni sem er nánast hættulaus. Ef svo er þá er ég til í að athuga með þetta hjá LÍA og sjá hvort þeirra blessun fæst ekki. Síðan er bara að fá Bílaumboðin til að sponsa þetta + Tryggingafélög o.s.frv.

Hægt væri að keppa í nokkrum flokkum, t.d.:
0-1600cc (allir þessir V-Tech o.s.frv)
1600-2000cc (Imprezageðveiki o.fl.)
2000-3000cc (Bimmarnir og TwinTúrbógræjurnar)
3000cc og yfir (USA deildin t.d.)

Keppnin væri á milli bíla, hvor er fyrstur í mark, tími tekinn og 1 sek í refsistig fyrir feldar keilur.

Allavega, hvað segið þið um þetta elskurnar mínar.

kkv,

Farturinn