Nú erum við búnir að nöldra undan slæmri þjónustu, er ekki rétt að vera bjartsýnir með hækkandi sól og benda líka þá sem veita góða þjónustu?
Hér fyrir neðan er listi yfir nokkur fyrirtæki sem hafa veitt mér ágætis þjónustu:
H. Jónsson og Co - Frábær þjónusta, eiga ýmislegt og eru alltaf tilbúnir að panta eða benda á hvar hægt er að fá hlutinn á góðu verði ef þeir treysta sér ekki til að gera betur (aðallega í amerískum).
Fjallabílar Stál og stanzar - Einfaldlega frábærir, vita allt um drifbúnað og jeppa, klárir kallar sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera. Taka alltaf vel á móti manni og nenna ekki að rukka fyrir smáviðvik :)
Bílabúð Benna - Hafa reynst mér vel, vita yfirleitt hvað þeir eru að segja en voru í einhverjum vandræðum með erlendann birgja í fyrra.
Bílabúð Rabba - Í eigu Benna, hef lítið skipt við þá en hef ekkert nema gott um þá að segja, eru örugglega góðir fyrst Palli er farinn að vinna hjá þeim :)
Blikksmiðjan Grettir - Verð að nefna þá, þeir voru að sjóða fyrir mig í morgun og tóku ekkert fyrir það þar sem að það tók svo skamman tíma, frábær þjónusta :)
Bílanaust - Já, ég neyðist til að nefna þá hér þrátt fyrir allt, þeir björguðu andlitinu í morgun.
Vélaverkstæðið Kistufell - Vönduð vinna og góð verð.
Varahlutaverslunin Kistufell - Ágætis verð og eiga ýmislegt.
BJB púst - Ódýrir og góð vinna, hættur að nenna að vinna í pústi eftir að ég uppgötvaði þá.
Bílaraf - ódýrir startarar og alternatorar í bíla.
Aðalskoðun (í Hafnarfirði) - Ódýrir, sanngjarnir og stuttur biðtími.
Ég man ekki eftir fleirum í svipinn en endilega látið vita af þeim sem standa sig vel.
JHG