Bara svona til gamans.
Ég fór í Bílanaust í gær (það var næst minni staðsetningu) og keypti mér felguhreinsir, en ég er búin að leita að almennilegum slíkum nokkuð lengi.
Mig vantaði eitthvað smálegt í viðbót eins og lím og hverfisteina og leitaði mér því að aðstoð. Einn gaur var að raða skrúfum í poka og ég spurði hvort ég mætti trufla hann með einni spurningu, hann sagði “nei, talaðu við þennan þarna (einhver annar kall á kafi í afgreiðslu)”. Ég spurði nú bara samt enda fékk ég svarið á 2 sekúndum og málinu lokið og hann benti mér á hvar í búðinni límið væri þar sem ég fann svo það sem ég var að leita að.
Næst fór ég í lakk deildina. Þar var einn maður að blanda lakk og annar að afgreiða varahlut sem hafði verið rangt afgreiddur (þá á ég við að maðurinn fékk rangan varahlut, en ekki ranga afgreiðslu:)). Sá var nógu pirraður til að taka símann í stað þess að afgreiða mig eftir ég var búin að standa fyrir framan hann í dágóðan tíma. Hann fór nú ekki vel út úr símtalinu þar sem hann þurfti að ganga 4 metra frá afgreiðsluborðinu og athuga fyrir viðskiptavin hvort ekki væri til nóg af P38 fylliefni fyrir hann. Hann sagði honum að hann ætti eitthvað ákveðið mikið og þá fékk hann aðra spurningu og þurfti aftur að ganga þessa 4 metra (greinilega mjög erfið leið) og á þeirri stundu grýtti hann símtólinu í borðið fyrir framan okkur kúnnana og bölvaði eitthvað á leiðinni að rekkanum. Sem betur fer var nú langt að afgreiðsluborðinu (4 metrar munið þið) og honum rann reiðin á leiðinni áður en hann svaraði kúnnanum aftur.
Allavega, þessi maður afgreiddi mig loksins og gerði sér greinilega grein fyrir því að hann hafði farið nokkuð yfir strikið og var því hinn kurteisasti og hjálpsamasti.
Jæja, þá var að borga á kassa. Þar var einhver verulega fúl kelling með fullt af skartgripum. Ég bauð góðan daginn hátt og skýrt og hún svaraði “tvö þúsund fimmhundruð sjötíu og átta” með nefmæltri fýlurödd og það voru nú öll okkar samskipti…..
Ég var nú ekkert að pirrast yfir þessu þar sem mér fannst þetta allt saman svo fyndið í ljósi þessara samtala hér á huga. En svona virðist þetta nú vera þarna.
Ekki get ég ýmindað mér að það sé gaman að vinna á svona stað. Síðan er bara spurningin sú, er fólk svona fúlt vegna þess að launin eru lág, eða eru launin svona lág vegna þess að fólkið er svona fúlt?
Það verður náttúrulega að bæta einu við þetta.
Ég keypti Sonax Extreme felguhreinsir á tæplega 2000 krónur og prófaði hann í gær. Hann svínvirkar en er sosem ekkert rosalega drjúgur. Ég held ég geti alveg mælt með þessu efni þar sem það er fátt leiðinlegra en að þrífa felgur með efni sem virkar ekki almennilega.
Það var líka til þarna Autoglym efni sem var aðeins ódýrara og ég ætla að prófa það næst. Ég er þó ekki viss um að það virki eins vel. Ég náði samt ekki öllu af felgunum þar sem ég rann út á tíma og hafði ekki tíma til að pota í alla felguna…. (teina felga)… :)
Hvaða búðir bjóða upp á svipað úrval og bílanaust af bílahlutum, hreinsiefnum og slíku?
Eitt í viðbót. Það er mjög langt síðan að ég kom þarna síðast. En ég sá að það voru ennþá til þarna merkingar og límmiðar á bíla frá því að ég fékk bílprófið og var tíður gestur þarna FYRIR 13 ÁRUM SÍÐAN!!! Límmiðarnir fara að komast aftur í tísku.