Ágætu lesendur.
Töluvert hefur verið spjallað um hina og þessa öflugu 4 dyra fólks
bíla hér á síðunni,mig langaði að koma með smá innlegg um nokkra gamla sem voru og eru gríðarlega öflugir ,,ennþann dag i dag

M-B 100 300 SEL 6.3
Þessi bíll var framleiddur frá 67-72 ( 6526 eintök )
V-8 vél 6.3 L. (386ci) 300hö/588nm ,,Skuggalegar tölur,,
og hröðunun ótrúleg,, ýmsar tölur hef ég lesið og ekki allar eins
0-100 6.5 sek~~~ 1/4 míla 15 sek~~ hámarkshraði ca 230 km/klst
Ansi gott fyrir 1700-1900 kg. bíl sjálfsk. og fyrir 1970
Allir blaðamenn er óku bílnum héldu ekki vatni yfir afli og glæsileika þessa mikla bryndreka sló alla Ameríska bíla (4 dyra)
út í öllum testum osfrv.
Til er einn svona bíll hér á landi í mjög góðu standi, er búinn að vera í uppgerð í mörg ár og vantar víst bara lokahnykkin
að ég held.Bíllinn var fluttur inn nýr af Ræsi og var í eigu
Forstjóra fyrirtækisins mest alla tíð, síðustu 15 árin hefur bíllinn ekki verið á götunni (að ég held). Á þessum árum kostaði bíllin 15.000 $ sem voru geypifé í þá daga. Án vafa held ég að þessi bíll sé hinn fyrsti eiginlegi Performance sedan samtímans.

BMW 745i turbo E-23
Þetta er einn mesti sleeperinn af þeim öllum. Framleiddur 80-86
og var með L6 3.2 80-82 og L6 3.4 83-86 252hö/380nm afltölur eru þær sömu fyrir báðar vélarnar,nema togið er á lægri snúnig á 3.4 L vélinni. Þetta var langt í frá hraðskreiðasti 0-100 bíllinn
en frá 60-240 voru fáir sem áttu möguleika, aflið var svo miklu meira en tölurnar sögðu til um. Þar sem ég hef sjálfur keyrt svona bíl þá get ég borið til vitnis um að þessi 1700 kg prammi
hreint út sagt sprautaðist af stað, td. M-B W126 500SE átti ekki
möguleika, hann var hreintút sagt,, LOPPINN ,, í samanburði við
745. Félagi minn átti Þann hvíta (jp-037) og gerði og eyddi
hrikalegum peningum í bílinn og var í topp-standi er hann lét hann frá sér.(mikil mistök)Akkilesar-hæll þessara bíla var
dýrt viðhald og of mikil bilanatíðni miðað við að kaupa ,,topp of the line,, í flotanum. 0-100 7.5-8.0.260km/klst(á mæli)(sannreynt)
Í gegnum tíðina hafa verið fluttir 5 E-23 745 bílar hingað til lands og þar af allavega 1 nýr 2 voru fluttir úr landi,
Hér á árum áður heyrði maður´allsskonar ,,race,, sögur af 745 bílum en bílinn var eingöngu hægt að nota BEINT áfram og voru þessir bílar miskunnarlaust beittir og gengu manna á milli, mest vegna gríðarlegrar orku og ,,ÚLFUR ÚLFUR,, útlitsins,
Til gamans má geta að hægt er að ;;tjúnna;; 745 með gríðarlegum árangri og held ég að ég hafi aldrei séð jafn ótrúlegar tölur fyrir jafn lítið verð,hreint grín í samanburði við öll þessi verð stóru framleiðendur í dag sem eru að lofa örfá hö.fyrir $$$$$$$$$
ÉG skora á alla Hardcore bíladellu kalla að kíkja á síðuna og sjá þessar staðreindir með eigin augum, LENGI LIFI 745i E-23.
Njótið vel
http://www.viinikellari.com/745/chip.htm