Ég hef verslað hjá Bílanaust í fjölda ára og yfirleitt fengið góða þjónustu og þá varahluti sem mig hefur vantað.
Undanfarið hef ég tekið eftir því að það kemur æ oftar fyrir að þeir eiga ekki til þá varahluti sem mig vantar. T.d. fékk ég þau svör um daginn að þeir væru hættir að vera með pakkningar. Ég hef reyndar grun um að afgreiðslumaðurinn hafi ekki nennt að leita af vörunni þar sem að klukkan var orðin 18:05, en ég var búinn að bíða í röð í ca 25 mínútur.
Nú má vera að þeim finnist vera of lítil hreyfing á þeim vörum sem ég sækist eftir en þá gleyma þeir því að maður kaupir alltaf eitthvað fleira þegar maður er á annað borð kominn inn. Þeir missa því þau viðskipti.
Áður fór ég alltaf í Bílanaust af því að ég gat verið nokkuð öruggur um að þeir ættu flesta varahluti og eins og áður sagði þá keypti ég alltaf annað dót í leiðinni en núorðið er ég farinn að snúa viðskiptum mínum annað.
Einnig finnst mér verðin hafa hækkað full mikið miðað við verðlag almennt en kannski er það bara ímyndun í mér (ég hef ekki gert nákvæma rannsókn á því).
Ég spyr því, er ég bara svona óheppinn eða hafa fleiri tekið eftir þessu?
JHG