Jæja það eru nokkrir hlutir sem þarf að koma á framfarir.
Ég var að lesa etta með rallýskólann og það er freakin brilliant. En ég hef haft þá hugmynd mjög lengi um braut sem tryggingafélögin eru með og þar megi menn keyra eins og brjálaðingar á sinni ábyrð.
þannig að ef þeir skemma bílinn sinn þá er það bara to bad for them því að þá eru þeir á sinni eigin ábyrgð.
Síðan finnst mér að það ætti að byrja með go kart keppnir fyrir unglinga t.d. 13 ára og eldri epa 14 ára og eldri.
getiði ýmindað ykkur hversu mikið örryggi væri í því ef að fullt af krökkum myndu bara byrja í go karti. Þá myndu þeir læra að virða andstæðingin og reglur. gott veganesti fyrir rallý eða rallýcross.
þá myndu þeir ekki sleppa sér í umferðinni daginn eftir að þeir fengu bílprófið og drepa alla í kringum sig.
Síðan vill ég benda á það að það eru ekki bara strákar um 20 ára sem eru að valda slysunum, það halda það bara allir vegna þess að það er miklu meira fréttaefni fyrir sjónvarpsstöðvarnar.
Þannig að það á ekki endilega að fara að læka aldurinn á bílprófinu.
Ég horfði á svona 70 ára mann bruna á miklubrautinni á milli akreina á flottum bens um daginn.
Auðvitað veit ég það að það eru þó nokkrir sem eru að metast um hvor pabbinn eigi flottari og kraftmeiri bíl en það eru ekki bara þeir. og ef þú ert einn af þeim sem vill endilega keppa við einhvern annan svona þá mæli ég með að þú komir bara með tillögu um pabbabíla flokk í kvartmíluna eða haltu því af götunni.
og ef þið haldið að ég sé einhver 40 ára röflari þá verð ég bara að segja að ég er 13 strákur sem er algjört mótorsport frík og mér finnst flott að sjá bíla fara hratt en ekki skemma bílprófið fyrir öðrum ef þú vilt endilega sýna hvað pabbabíllinn þinn er öflugur farðu þá uppá kvartmýlu braut.
kveðja
Kristján Einar Kristjánsson