ég verð bara að koma þessu inn.
ég vinn hjá bílabúð rabba/bílabúð benna og þar sem aðalbuissness b.b. rabba er að sérpannta vara- og aukahluti í sjálfrennireiðir frá bandaríkjunum.
krakkar eru misjafnlega gáfaðir og kemur það manni stundum skemmtilega á óvart hvað fólk getur verið virkilega heimskt!
eftir að myndin Fast And The Furious var sýnd var mikið um það að krakkar voru að spyrja um svona stýri með takka.
eins og það geri bílinn kraftmeiri?!?? maður var oft svolítið lengi að útskýra fyrir þeim að þetta væri heilt kerfi sem væri tengt í þennan takka, sem svo gangsettist þegar að maður þrýsti á hnappinn.
sumir voru aðeins gáfaðari og spurðu hvað nitro kostaði (fólk sem var ekki einusinni komið með æfingarakstur), ég sagði bara að ég ætlaði að athuga málið en ég þyrfti að fá upplýsingar um bílinn.
fólk vissi ekkert (því þetta fólk voru ekki eigendur bifreiða) og vildi bara fá að vita hvað svona kerfi kostaði.
þetta fólk veitir mér mikla skemmtun því það er ekki hægt að gera annað en að hlæja af þessu fólki.
einnig sagði félagi minn (gr33n, ‘grín’ á hugi.is) eina skemmtilega sögu í gærkveldi. hún hljóðaði svona:
gerðist í bandaríkjunum,
maður sá einhvern ‘sports coupe’ þrælmerktan nos (gæji sem greinilega hefur verið að horfa á Fast And The Furious).
hinn maðurinn var með soldið svona nitro í bílnum hjá sér og ákveður að espa manninn aðeins upp svo þeir fara að spyrna.
þessi ómerkti tók þennan merkta bíl í nösina og sá sem var á ómerkta bílnum undrast aðeins því þetta kerfi hjá honum var ekkert það svakalegt.
hann fær manninn til að stoppa á einhverri bensínstöð nálægt og þegar þessi á ómerkta bílnum labbar út spyr hann gæjann á nos bílnum hvort hann hefði ekki eitthvað.
kauði svarar, jújú! opnar skottið og þar blasir við nitrokútur, merktur nos. better yet, hann var ótengdur og tómur!!!
ég gæti alveg eins fundið mér littla tunnu og spreyjað nos eða eitthvað og ætlast til þess að það mundi virka.
hvað er að fólki???
verzlaðu þér tónlistar-geisladisk og hlustaðu á hann. æji, virkar hann ekki? ertu búinn að taka hann úr hulstrinu og setja hann í geislaspilara?
eitt sem ég hef lært á minni lífsreynslu að ef hlutirnir virðast vera of einfaldir ganga þeir ekki upp! sama um hvað er að ræða.
Fast And The Furious fríkur verða án efa innan skamms dagleg sjón í umferðinni. tattúeraðir bílar út og suður (sem er að vísu ekkert svo óalgengt), álplötur í gólfi (sem er að vísu svolítið töff) og stýri með tökkum og tómur nitro kútur í skottinu!
s.t.