hér er ég mættur til að skrifa grein um einn af mínum uppáhalds bílum, Ford Lightning. Bíllinn er hannaður af SVT (special vehicle team) sem Ford á og hannaði meðal annars Mustang cobra. Fyrsti lightning bíllinn var settur á markaðinn árið 1993, þá með 240 hestöfl. Þau hafa nú vaxið verulega síðan ásamt mörgu öðru eins og þú lesandi góður munt finna út.
Bíllinn er í megindráttum í útliti eins og venjulegur Ford F-150 pallbíll með “regular cab” stýrishúsi. En þegar betur er að gáð eru ýmis útlitsleg atriði sem hafa verið betrumbætt á þessu farartæki, t.d. grill, ljós, stuðari, þokuljós, 3tommu tvöfaldar flækjur sem koma út á hliðinni, 18tommu felgur og hálfrar tommu lækkun að framan og 2tommu að aftan.
En svo við snúum okkur að því sem er ekki ómikilvægara, því sem við sjáum ekki. Undir húddinu er 5,4 lítra V-8 með supercharger. Þessi vél er að pumpa út ótrúlegum 380 hestöflum og 450NM af torki. Fjögurra gíra sjálfskipting og 230kmh hámarkshraði, tölvustýrður ef ég man rétt. Massífar bremsur, 12 tommu diskar að framan og 13tommu að aftan, en það er rétt um sama stærð og felgurnar á Ford focus. Bilstein dempara og massífar jafnvægis-stangir. Þetta 2,1 tonna skrímsli hendist síðan uppí 100km hraða á 5,8 sekúndum, og kvartmíluna á 13,9 sekúndum á 162km hraða, ekki sem verst fyrir pallbíl.
Innréttingin mætti vera betri að mér finnst, engir valmöguleikar í henni. Sætin eru mixuð með leðri og taui, ágætis útkoma en ég hefði viljað sjá þá fara alla leið og skella leðri á allt sætið. En þeir betrumbættu þó sætin frá hinum venjulega F-150, sætin eru með ágætis hliðarstuðningi og minna smá á sportsæti, en því verður ekki komist nær í pallbíl. Síðan er hann með þessu klassíska pallbíla setuppi, miðjusæti sem er hægt er að leggja bakið niður á og nota sem hólf og hvíla þreyttar hendur á. Sex diska spilari kemur standard með bílnum.
Mér finnst þessi bíll afar skemtilegur, hann er ekki mikið frábrugðinn venjulega Ford f-150, aðeins þeir sem stúdera bíla vita hvað þetta er. Bíllinn kostar um $31.000 dollara í kanalandinu, sem er ekki mikið að mínu mati miðað við hvað maður er að fá. Svo til að láta eigendur bílana líða enn betur þá eru þeir búnir til í takmörkuðu upplagi, u.þ.b. 5000 bílar á ári.
Það er ekki mikið um valkosti á þessum bænum, eini valkosturinn fyrir utan litinn er cover yfir pallinn, það var ansi spaugilegt að lesa kynningarbæklinginn fyrir bílinn og sjá þar sem þeir lista möugleikana, þar stóð bara “option” þar sem venjulega mindi standa “options” og hundruðir valmöguleika fylgja. Einu litirnir eru hvítur, rauður, Blár, silvur og svartur. Mér finnst það bara einfalda allt að það sé ekki verið að kæfa mann í endalausum valmökuleikum.
Þessi bíll mun ávalt eiga sinn stað djúpt í hjarta mínu og ég vona innilega að þeir haldi áfram að búa hann til og upphalda stolti hans.