Ef einhver ykkar hefur keypt sér nýjan bíl (sem þið einir hafið ekið frá upphafi) þá hafið þið e.t.v. fylgt þeim leiðbeiningum sem gilda um fyrstu 2-3.000 km:

1. Max 60-70% inngjöf.
2. Max snúningar a.m.k. 1500 frá “redline”.
2. Ekki “cruise control” akstur í lengri tíma (leyfa vélinni að flakka í snúningi).
3. Ekki undir nokkrum kringumstæðum yfir 3-3.500 snún. á meðan vélin er köld.
4. Olíuskipti að loknu þessu tímabili.

Sjálfum finnast mér þessar leiðbeiningar skynsamlegar og mun hafa þær í huga þegar að kemur :)


Þegar við erum í kauphugleiðingum vakir hinsvegar allt annað fyrir okkur. Við förum í umboðin og fáum að aka bílum sem við munum að öllum líkindum til ekki festa kaup á. Augljóslega viljum við komast að því hvers bíllin er megnugur og tökum vel á honum - eins og hver annar.

Ef þið eruð í kauphugleiðingum og ákveðið að sýningarbíll henti ykkur vel þurfið þið að ofangreint í huga - í raun ætti að verðmeta slíka bíla eins og þeir væru notaðir.
Það telst ekki lengur til undantekningartilfella þegar fólk “sérpantar” bíla sína, þ.e.a.s. velur búnað þeirra eftir eigin höfði og bíður í nokkra mánuði. Sá búnaður sem hefur verið valinn í sýningarbíl gæti samræmst óskum kaupanda en að öllum líkindum til mun eitthvað skorta upp á. Af hverju ættu ekki sömu reglur að gilda um þennan aukabúnað og við kaup á notuðum bíl - Aukabúnaður eykur verðmæti bílsins lítið en gerir hann eftirsóknarverðari!

Sýningarbíla þarf að verðleggja raunhæft og enn virðist langt í það hjá íslensku umboðunum. Afsláttur af grunnverði bílsins ætti að vera hið minnsta 10-15% og aukabúnað ætti ekki að meta á fullu verði.

Hafið ofangreint í huga ef ykkur líst vel á bíl sem hefur verið notaður í reynsluakstur. Munið að þið hafið yfirhöndina: Bíllinn er notaður, ofast nær í hálfgerðum fantaakstri. Þið völduð ekki búnað hans og það sem mikilvægast er: Umboðið hefur skuldsett sig til að kaupa bílinn - það vill “fá peningana sína til baka” frekar en að sérpanta nýjan bíl f. ykkur.

Sýnum hörku!