Allt spasl utan á bílnum er núna farið að springa upp og komnar sprungur í lakkið. Bíllinn var sendur á réttingarverkstæði eftir óhöppin öll. Nú eftir að hafa verið að gera við bílinn sér maður hvernig viðgerðirnar eru. Á verkstæðunum er aðeins lagað það sem sést af bílnum utan á.
Ég er búinn að taka allann hlutann af bílnum sem var skemmdur. Þar sést alveg hvernig viðgerðin er. Innra brettið á bílnum er alveg óviðgert og er eins og harmonikka í laginu. Ytra brettið er ill rétt og spaslið þar utan á er allt að 4cm þykkt þar sem það var þykkast og þar að auki er brettið svo illa farið undir spaslinu að það eru göt í því eftir réttinguna sem ekki hefur verið gert við, bara spaslað yfir.
Svo er alveg fáránlegt hvernig hlutirnir eru unnir áður en spaslað er yfir. Það er allstaðar komið ryð undir spaslið sem bólgnar svo út og sprengir spaslið og lakkið.
Það er algjört hneyksli hvernig þetta er gert, bara spaslað og sprautað og þar með endist þetta ekkert svona og þá þarf maður aftur að koma og láta laga þetta og allt kostar þetta heilann helling.
Besta leiðin er að gera þetta sjálfur, þ.e.a.s. ef maður hefur græjurnar í þetta því að þetta er ekki mikið mál, aðallega tímafrekt.
“Framhjóldrifnir sportbílar eru ekki til!”