Þar sem ég hef nú verið í rólegheitunum að lesa greinar ´hér á bílasíðu huga þá er nú svona ýmislegt sem ég bara verð að koma á framfæri..

En fyrst vil ég segja að þótt að ég sé hvorki sá hæsti í loftinu né sá elsti sem hefur sent inn greinar hingað, þá hef ég stúderað bíla og véla frá því að ég man eftir mér. Allt í kringum mig frá því að ég man eftir mér hafa vélar verið mjög stór hlutur af lífi míni (ég bý í sveit) og tel ég mig hafa mjög mikla reynslu á keyrslu og viðgerðum. Til að mynda þá keyrði ég dráttaervél í fyrsta skipti á þjóvðegi eitt átta ára gamall (EKKI til fyrirmyndar) og má segja að síðan þá hafi ég haft annan fótinn á bensíngjöfinni og keyrt mjög mikið, hvort sem er vélar eða bíla.

En réttast er að byrja á því sem greinin átti nú upphaflega að fjalla um..

Ég er mjög sammála 8man í síðustu grein hans, þar sem hann talar um það að fólk fari eftir reynslu og skoðunum annarra, en ekki sinni eigin reynslu. T.d. þá fýkur alltaf verulega í mig þegar fólk segir: Piff þessi japanski þarna er ekkert smá vonlaus dolla, annað en gamli minn ameríski. Ég þoli einfaldlega ekki þegar fólk er að bera saman bíla sem koma frá sitthvoru heimsálfunni og þar að auki með kannski 20ára aldursmun! Það einfaldlega gengur ekki…

Sá sem hefur eingöngu átt japanska bíla í gegnum tíðina getur bara ekki haft efni á því að segja: Amerískt er rusl. Sama gildir um þá sem eiga ameríska bíla eða þýska eða hvaðeina.

Það getur enginn sagt að einhver ein bíltegund sé miklu betri en önnur á skoðunum eða reynslu annarra.. það er bara út í hött.

Og ég verð bara að segja eitt enn..

Ég hef heyrt fólk segja: Wey Hyuandai er algert rusl marr, arftaki lödunnar.

En fæstir sem segja þetta vita ekekrt hvað þeir hafa talað um…
Hér á bæ mínum hafa verið tveir svona bílar, og eru enn. Annar þeirra er Hyuandai Accent árgerð ´96 og viti menn. Það hefur ekkert klikkað í þessum grip þótt að hann hafi fengið þjösnalega útreið. Bíllinn er keyrðu 115 þús km og hefur alltaf verið smurður á tíma. Fyrir utan dekk hafa verið keypt í hann ein tímareim og síða tveir framdemparar, og er það allt. Bíllinn hefur lent í því að elta rollur í blautri grófri möl á fullu og hann hefur þurft að snarbeygja af veginum og útaf eftir annarri rollu og svo framvegis og svo framvegis. Munið eftir rallíinu í fyrra sem var á Höfn í Hornafirði? fyrsta sérleið var ekin í mínu landi og töluðu feðgarnir á Imprezuni að það hafi reynt mjög á bílinn að fara hana. Bleiki Accentinn okkar hefur farið þetta þúsund sinnum en ennþá virkar hann eins og hann sé nýr..

Nóg af þessum, nú að hynum bílnum sem er Scoupe turbo árg ´92

Ok keyrður 167 þús km og alltaf smurður á tíma, bara skipt um tímareim, dempara og eini sinni hljóðkút. Finnst ykkur þetta mikið?? Og ég meina það, nefnið þið mér einn anna bíl sem nær túrbínunni inn á 2000 - 2300 snúningum. Þessi bíll tekur MMC Eclipse (ekki turbo) í rassgatið í spyrnu. Bílinn hefur frábært performance.

..og þess vegna þá stend ég á þeirri skoðun að hauyndai er mjög fínir bílar, ekker verra en margt annað. Þetta er reynsla MÍN en ekki ANNARRA.

Sama gildir um öll ykkur hin, ekki dæma neitt fyrr en þið hafið séð og prófað. sama hvað árgerð, bíll, týpa sem það er.

og um merkjasnobbið, þér þarf ekki að finnast einhver bíll rosalega merkilegri en einhver annar, þó svo að vinur þinn trompist yfir því að þér finnist það ekki.

En jæja, þið sjáið kannski ekki mikið útúr þessari grein en pointið var það einfaldlega það er ekki hægt að dæma neitt eftir öðrum.

Kveðja,

Fingo
Glory Glory…