jæja strákar nú ætla ég að nöldra aðeins í ykkur en eins og svo oft áður var ég að renna yfir gamlar greinar og korka,
það sem maður tekur helst eftir eru rifrildi en þar eru menn að takast á um gæði bíla og ber þá helst á japan vs bandaríkin og áðurnefnd lönd vs þýskaland.
Það sem maður helst tekur eftir er að þeir sem mestan kjaft rífa virðast oftast vera þeir sem minns vita og sá ég setninguna \“vinur minn keyrði Camaro\” öruglega 50 sinnum… og finnst mér það ótrúlega leiðinlegt þegar menn eru búnir að mynda sér skoðanir af reynslu annara og eru síðan að þrjóskast við og halda einhverju rugli framm og oftar en ekki að koma óorði á þá sem lifa og hrærast í áhveðnum tegundum/týpum..
eins og svo margir ef ekki allir hugara sem hanga á þessum þræði er ég haldin mikilli bíladellu og stútera eflaust ekkert jafn mikið og bíla ekki nema kvennkynið þá ef útí hart er farið.. ég eins og svo margir hef fundið mér þá gerð bíla sem mér líkar best við og sé ekki frammá að mín áhvörðun þar á bæ sé eitthvað að breytast… EN ólíkt svo ótrúlega mörgum hérna(alls ekki öllum) hef ég fundið í mér þá þörf að kynna mér aðeins hlutina áður en ég sest við tölvuna og pósta einhverju rugli á netið sem aðrir síðan lesa og kannski trúa.. og hef ég uppá síðkastið mikið verið að stútera aðrar týpur bíla en þá sem ég er heitastur fyrir og prufa marga bila af mörgum gerðum…
það sem maður tók sérstaklega mikið eftir er að tveir bílar af sömu gerð geta verið eins ólíkir og hvítt og svart…gott dæmi er t.d ég og vinur minn en við ökum báðir um á 81árg af camaro og í akstri eru þessir bílar mjög ólíkir ef maður vissi ekki betur myndi maður halda að hér væri um gjörólíka bíla að ræða.. þetta virðist gilda áberandi mest um amerísku sportarna þá sérstaklega þessa gömlu en það er kannski ekki skrítið þar sem þessir bílar eru kannski nokkuð eldri en flestir spjallverjar og hafa þarafleiðandi þurft að þola meðferð af öllu tagi í fleyri fleyri ár og búið að tjóna þá marga oftar einu sinni mjög illa og síðan eru þeir réttir af einhverjum amatör í bílskúrnum og þar er nú ekki endilega alltaf rétt að hlutunum staðið og þótt ótrúlegt megi virðast þá eru ansi margir bílar í umferðini á íslandi sem hefðu átt að fara á haugana síðast þegar þeir voru tjónaðir í stað þess að eiðileggja orðspor samskonar bíla sem eru góðir… t.d veit ég um trans am sem var velt og var hann handónýtur í raun eftir slysið en honum var tjaslað saman inní skúr og til að ná spennu úr boddyinu var skorið gat á toppin á bílnum og troðið sóllúgu þar.. það hljóta nú flestir að sjá að þarna er nú ekki merkilegur bíll á ferðini þó svo að hann lýti út fyrir það..
svo er sér kapituli nýlegri amerískir sportarar hérna en þar eru margir slæmir bílar inná milli og er mín reynsla að sérstaklega þurfi að passa sig ef maður er að versla Camaro 93-95 en þónokkuð af þeim er her á landi og má nánast segja að þeir séu jafn mismunandi og þeir eru margir ég komst af þessu að eigin raun þegar við kunningi minn reynslu ókum tveim camaroum fyrir stuttu en þar voru á ferðini 94 Z28 og að mig minnir 95z28 bílarnir litu báðir mjög vel út eitthvað búið að eiga við báða.. fyrri bíllin var 6gíra með 350cid komið eitthvað flott púst og flækjur og ef man ég ekki hvort það var í honum kubbur líka í útliti var þessi bíll mjög plain með frekar littlum búnaði.. en í akstri var þessi bíll alveg rosalegur krafturinn var vægast sagt geðveikur bíllin´lá líka eins og klessa og eftir þessa ferð má telja það víst að sona bíl ætla ég að fá mér einn daginn… hinn bíllin sem var á svipuðu verði en þónokkuð flottari m.a með leðursætum rafmagni í öllu orginal með sona smá kitti og einhverju var aftur á móti ekki líkur bróður sínum.. þarna var á ferðini rolla í úlfsgæru bíllin var eins og gömul drusla í akstri ef beygt var snögglega komu alveg ógurlegir skruðningar og læti og hélt maður að hjólastellið yrði eftir í beygjuni og það versta við bílin var skiptingin en þarna var á ferð sjálfskipting.. þegar maður gaf inn snuðaði bíllin alveg rosalega og það þurfti ekki fróðann mann til að sjá að þarna var ekki allt með felldu og var þetta alger synd því þessi bíll var mjög fallegur og greinilega búið að ausa í hann pening.. ekki þori ég að fullyrða um ástandið á trans ömunum og mustöngunum af þessum árgerðum þar sem ég hef frekar littla reynslu af þeim.. en vil ég biðja fólk um að hafa þetta í huga þegar það er verið að ræða um sportara hér á landi..
Maður hefur líka séð nokkuð af innherjadeilum á þýskurunum en þá er umræðu efnið hvort er betra benz eða bmw? ekki þori ég að fullyrða mikið í þeim málum en þegar ég fór að lesa bílablöðin þá tók ég eftir einu… í öllum evrópskum bílablöðum sem ég las þá hafði bensinn nánast alltaf vinningin en þarna voru oftast E-benz og 5línu bimmi á ferð, en ef maður las amerísk bílablöð þá hafði bimmin oftast vinningin einnig sá ég ég að kanin er hrifnari af lexus en evrópubúar.. eitthvað hefur maður nú eki af benzum og bimmum og mín reynsla er er benzinum í vil.. A.T.H mín reynsla…
hef ég nokkra reynslu af 240E 98árg og 230E 97árg og síðan keppinautinum 97-99 523i það þarf náttla ekki að taka það framm að þessir bílar voru allir yndislegir í akstri þá sérstaklega 240E bíllin en sá bíll er líklegast bara með þeim allra yndislegustu bílum sem ég hef keyrt.. mér fannst áberandi þegar maður keyrði benzinn að manni leið eins og maður væri á góðum bíl allt gaf það einhvernveginn til kynna allt mjög þétt og hljóðeinangrun frábær og allt virtist vel úr garði gert.. þetta gildir um báða benzana bimmin sem ég reyndar ók minna var líka afburða skemmtilegur bíll áberandi að þessi stóri bíll lá eins og tyggjóklessa og breyttust akstureiginleikanir lítið við hvort það væri einn farþegi eða 4.. en að mínu mati hefur Benzinn vinningin… er þá ekki sjálfsagt að ég segi að benz sé betri en bmw? NEI.. það er nefnilega það sem sumir vilja bara ekki skilja.. þótt þér líki það þá þarf það ekki endilega að vera best.. þetta er allt sett upp til að þjóna kröfum einhverja og þótt þú sért eki ánægður með einhvern bíl þá gæti þetta verið draumur annars manns…
Þetta er nefnilega ´það sem mér finnst áberandi hér á Huga að hérna er fólk sem segir amerískt er best og aðrir sem segja þýskt er best og svo náttla aðrir sem segja japanskt og engin tekur neinum rökum frá hvor öðrum svo rífast þeir þangað til þráðurinn deyr.. og í sona umræðum er það sem maður heyrir alltaf t.d vinur minn ók Camaro honum fannst hann drusla amerískt er drasl.. ég tók Camaro z28 í spyrnu blablabla sérstaklega áberandi þarna fólk sem er að tala um spyrnur á milli t.d Imprezu Turbo og einhvers amerísks vöðvafjalls… ég er ekki að gera lítið úr prezuni hér en ég held að ein af aðal ástæðnum fyrir þessu sé sú að einn af stóru mununum á þessum bílum er sá að imprezan er tæki sem er ótrúlegta auðvelt að kreysta kraftinn útúr og má eila segja að hún flazzi sínum bestu hliðum fyrir hvern sem er… þvert á móti eru amerísku tækin bílr sem alls ekki hvers sem er getur sest inní og kreyst allt útúr honum og séð hvað býr í honum.. þetta er allavega mín reynsla.. ég hef nokkrum sinnum tekið í prezu og finnst mér þetta ótrúlega auðveldur akstursbíll og alveg lygilega gaman að keyra þetta maður var ekki lengi að venjast neinu og ekki eina góða ráðið allavega á þessum tiltekna bíl var að láta vélina ekki snúast undir 4þús ef þú varst að kreysta eitthvað úrúr honum.. þetta er afturá móti akkurat öfugt á amerísku bílunum en þar getur veri ansi snúið að ná að kreysta það úr bílnum sem í honum býr.. en það segir sig kannski sjálft að það er ekki auðvelt að koma kannski 350-400hestöflum í götuna með fjöðrunarkerfi sem var hannað fyrir kannsi 15-30árum og fullkomnasta tölvan í bílnum er í útvarpinu ekkert abs ebc og hvað sem þetta nú heitir þar á bæ.. mörgum gengur líka illa að fá þessi tæki til að liggja eitthvað að ráði en mín reynsla er sú að það er ótrúlegt hvað þetta liggur ef þú keyrir bílin rétt.. en ágætis dæmi um það sem ég nefndi hér fyrir ofan um hversu erfitt og auvelt það getur verið að ná öllu úr bílunum þá prufaði ég að spyrna við prezu á mínum gamla v8 hlunki og kom mér á óvart en ég hafði hana nokkuð auðveldlega í birjun náttla spólaði ég dáldið meðan prezan nánast hoppaði af stað en þegar gripið var komið þá var þetta ekkert mál.. en síðan ef ég séð bíla sem kamarinn minn á ekkert í soleiðis steinliggja fyrir prezum.. og má eila lesu útúr þessu þaug skila boð og þú skulir ekki dæma einn einasta bíl fyrr en þú hefur prufað hann sjálfur ekki vinur þinn eða vinur hans..
ef útí það er farið má eiginlega draga þá ályktun að allir bílar geti verið frekar dull en líka skemmtilegur það fari bara eftir hver á í hlut.. taktu t.d ökumann úr t.d nýlegum transa og láttu hann fá prezu og látt eiganda prezunar fá camman.. báðir aðilar væru líklegast bölvandi og ragnandi yfir bílunum..
jæja nú ætla ég að fara að hætta þessu vona að einhver hafi haft gagn eða gaman af því að lesa þetta og hafi kannski haft gaman af í þokkabót en ég vill einnig taka það framm að ég er ekki að reyna setja mig á háan hest gagnvart neinum aðilum hérna heldur er ég að reyna skrifa sem hlutlaus aðili og vonast ég til að það hafi heppnast vel.
kv, vaffátta